fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Óhugnanleg líkamsárás í Kópavogi í morgun – „Hvar á ég að stinga?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. janúar 2022 15:00

Mynd frá vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem býr í gamla miðbæ Kópavogs var illa brugðið um sex-leytið í morgun er maður reyndi að ryðjast inn í íbúð hans. Maðurinn reyndi fyrst að komast inn í íbúðina en braust síðan inn í geymslu í húsinu.

Innrásarmaðurinn og maðurinn sem varð fyrir árásinni þekkjast lítillega, nóg til þess að sá fyrrnefndi vissi að íbúinn á tiltekin lyf sem hann fær að læknisráði. Vildi sá sem braust inn komast yfir lyfin.

Mennirnir áttust við á gangi inn af geymslunni sem maðurinn braust inn í og þar ógnaði hann íbúanum með skrúfárni. Hann stakk skrúfjárninu í lófa hans og skildi þar eftir skrámu og lagði skrúfjárnið að hálsi mannsins um leið og hann sagði: „Hvar á ég að stinga?“

Sá sem varð fyrir árásinni spurði: „Hef ég gert þér eitthvað?“ Árásarmaðurinn neitaði því.

„Get ég ekki tekið eitthvað sem ég get selt fyrir pening,“ sagði árásamaðurinhn þá og reyndi að brjótast inn í geymslu við hliðina á þeirri sem hann hafði brotist inn í.

Íbúanum tókst að losna úr haldi hans og hringja á lögreglu. Er lögregla kom á vettvang var árásarmaðurinn flúinn. Lögregla leitar hans núna.

Maðurinn sem grunaður er um þetta athæfi á að baki minnst þrjá refsidóma, meðal annars vegna ofbeldis gegn lögreglumanni.

Manninum sem varð fyrir árásinni varð eðlilega töluvert brugðið. Hann þekkir nóg til árásamannsins til að telja hann vera stórhættulegan. Var því tilviljun að hann varð ekki fyrir alvarlegu líkamstjóni í árásinni. Hann segir árásarmanninn ekkert eiga sökótt við sig og eina ástæðan fyrir ofbeldisverkinu sé fíkn og ásókn í lyf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun