Það eru ekki sömu yfirburðirnir í fyrri hálfleik gegn Króötum á EM í handbolta eins og var gegn Frökkum en íslenska liðið hefur klárlega haft yfirhöndina og virtist um tíma vera að stinga Króatana af eftir að hafa náð fimm marka forystu og átt möguleika á að auka forystuna upp í sex mörk. En Króatar hafa með seiglu og þolinmæði unnið sig inn í leikinn og staðan í hálfleik er 12-10 fyrir Ísland.
Ómar Ingi Magnússon er markhæstur í íslenska liðinu með 5 mörk og hornamaðurinn ungi, Orri Freyr Þorkelsson, hefur skoraði 3 mörk.
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið í markinu. Hann átti stórbrotinn leik í byrjun en hefur síðan heldur gefið eftir. Hefur Viktor Gísli varið sex skot sem er gott.
Á samfélagsmiðlum hefur verið deilt tilkynningu frá stærðfræðikennara einum sem hefur mælst vel fyrir. Segir hún margt um handboltastemninguna sem ríkir í samfélaginu þessa dagana: