Í hraðprófi sem tekið var í morgun greindist Vignir Stefánsson með jákvætt próf en beðið er eftir niðurstöðu PCR prófs. Þetta kemur fram í færslu sem Handknattleikssamband Íslands birti á Facebook-síðu sinni.
Vignir var ekki í landsliðshópnum þegar mótið hófst. Hann var staddur á Tenerife þegar kallið kom vegna allra smitanna en nú hefur hann sjálfur orðið fyrir barðinu á veirunni.
Þar kemur einnig fram að PCR próf liðsins í gærkvöldi hafi öll verið neikvæð ef frá eru talin prófin frá þeim 10 sem voru í einangrun.
Tíu leikmenn og einn starfsmaður liðsins hafa þá greinst síðustu daga en Björgvin Páll Gústavsson losnaði í dag úr einangruninni sinni.
Ísland á leik gegn Króatíu í dag klukkan 14:30.