Fyrri hálfleik í leik Íslands og Frakklands á EM í handbolta er lokið en Ísland er 7 mörkum yfir eftir hálfleikinn. Íslendingar eru að vonum himinlifandi með þessa óvæntu en frábæru hálfleiksstöðu og fóru beinustu leið á samfélagsmiðilinn Twitter til að tjá sig um stöðuna.
Viktor Gísli Hallgrímsson, sem stóð vaktina í rammanum í fyrri hálfleiknum, stóð sig gríðarlega vel og varði um helminginn af skotunum frá Frakklandi. Hans nafn var því áberandi í færslunum sem fólk birti um leikinn á Twitter.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja um fyrri hálfleikinn á Twitter:
Ómar Ingi appreciation tweet.. Ef einhver var að efast um kjörið á íþróttamanni ársins!
— Þorgrímur S Ólafsson (@ThorgrimurSmari) January 22, 2022
VIKTOR FOKKING GÍSLI
— Króli🍍 (@Kiddioli) January 22, 2022
Gamla góða sóknarmaður á að njóta vafans. Hljótum öll að fagna því á þessum síðustu og verstu clip-art tímum
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) January 22, 2022
Yndislegt að sjá tvær og víti á svona! Hafði ekki hugmynd það væri þannig.
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) January 22, 2022
Held við séum í góðum málum svo lengi sem Ómar Ingi sleppur við Covid
— gunnare (@gunnare) January 22, 2022
Aldrei vekja mig! 9-16 Ómar er frábær. #handbolti #entuv
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 22, 2022
Fokkkk hvað er að frétta ? Þvílík byrjun #emruv2022
— Gucci mama (@LKarlsdottir) January 22, 2022
Elliði að pirra Karabatić er svo undurfagurt!! 😆 Bara velkominn til Vestmannaeyja lille ven. Stresshlæ yfir þessu. KOMA!! #emruv
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) January 22, 2022
Íslenska geðveikin
— Garðar Ingi Leifsson (@gardarleifs) January 22, 2022
Bannað að jinxa #emrúv
— Steinunn🦩 (@SteinunnVigdis) January 22, 2022
Hvað er að gerast????? 😮😮😮
— Rikki G (@RikkiGje) January 22, 2022
Ég hef bara aldrei séð annað eins. Þvílíkt lið! #emruv
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 22, 2022
Jæja þá erum við bara búin að vinna EM
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 22, 2022
Omfg var með ENGAR væntingar fyrir þennan landsleik ÉG ER SVO SPENNT
— 🔆Heiðdís🔆 (@BirtaHei) January 22, 2022
Viktor er að koma þvílíkt öflugur í markinu inn í þennan leik! #emruv
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) January 22, 2022
Hvaða kjaftæði er í gangi hérna?
— Egill Ploder (@egillploder) January 22, 2022
Hvernig segir maður á frönsku: Barnið lokar markinu #emruv
— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) January 22, 2022
Ég er í engu jafnvægi hérna.
— Vilhjálmur Freyr (@Vilhjalmurfreyr) January 22, 2022
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA???
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 22, 2022
🏆Viktor Gísli🏆
— kate the skate (@katagla) January 22, 2022
Sókn vinnur leiki, vörn vinnur mót, en svona stemning vinnur hvoru tveggja.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 22, 2022
Viktor Gisli Møller 🇮🇸
— Daníel Már Pálsson (@djaniel88) January 22, 2022
Það er eitthvað í loftinu™
— Logi Pedro (@logipedro101) January 22, 2022