Ísland var rétt í þessu að vinna ótrúlegan sigur á Ólympíumeisturum Frakklands, 21-29. Íslendingar eru gjörsamlega að missa vitið á samfélagsmiðlinum Twitter yfir þessum sigri enda var vonin ekki mikil fyrir leikinn þar sem það vantaði 8 lykilleikmenn í íslenska liðið.
Íslenska liðið lék stórkostlega í leiknum en atkvæðamestir voru Ómar Ingi Magnússon sem skoraði 10 mörk og Viggó Kristjánsson með 8 mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson, markmaður íslenska liðsins, vakti verðskuldaða athygli Íslendinga í gegnum leikinn enda varði hann hvað skotið á fætur öðru.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja um leikinn á Twitter:
Viktor Gísli besti minn🥺 #emruv
— anna sofía (@annasofiar93) January 22, 2022
Lýsandi: “Væri fínt að fá mark”
Ég(mikill handboltaáhugamaður): “sammála meistari”
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 22, 2022
Viktor gísli? Hahha ertu ekki að meina Vimjög góður í handboltaktor Gísli?
— Hafþór Óli (@HaffiO) January 22, 2022
Horfi yfir frönsku pressuna. Allir brjálaðir. Þetta er yndislegt.
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 22, 2022
Kæró er klár með hjartastuðtækið skyldi ég enda í hjartaflökti #emruv
— Gucci mama (@LKarlsdottir) January 22, 2022
— Hafþór Óli (@HaffiO) January 22, 2022
Er úti að borða, fá mér sangríu og að horfa á leikinn, góður félagsskapur 🤷🏼♀️ #emruv
— Ólöf Tara (@OlofTara) January 22, 2022
Konan mín er sannfærð um að það hvort hún horfi eða horfi ekki á sjónvarp á Íslandi hafi áhrif á frammistöðu leikmanna í handbolta í Ungverjalandi.
— Sveinn Birkir (@sveinnbirkir) January 22, 2022
Er þetta ekki einn óvæntasti og stærsti sigur Íslands í handbolta svona grínlaust?
— Rikki G (@RikkiGje) January 22, 2022
Eru allir íslensku gaurarnir bræður?
— Fríða, reformed (@Fravikid) January 22, 2022
Hversu erfitt verður að velja í hópinn þegar allir eru orðnir frískir?
— Hulda María (@littletank80) January 22, 2022
😂😂😂 pic.twitter.com/VytNRC5gCP
— Árni Torfason (@arnitorfa) January 22, 2022
Litla helvítis dæmið
— Garðar Ingi Leifsson (@gardarleifs) January 22, 2022
Jæja þá er það hópferð til Budapest
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 22, 2022
Þetta er algjört Hollywood dæmi. 8 mönnum færri að valta yfir ólympíumeistarana. Munum við ekki horfa á þetta í íþróttaannálum áratugarins? Covid mótið þar sem nýtt landslið fæddist?
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 22, 2022
Vængbrotið hvað #emruv pic.twitter.com/oYgLr2pxNq
— 🫑Heiða🫑 (@ragnheidur_kr) January 22, 2022
Sannast nú hið forkveðna: eina leiðin til að vinna Ólympíumeistara er sú að hafa Framara í markinu.
— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 22, 2022
Ég er stoltur Íslendingur🇮🇸
— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) January 22, 2022
Fixed it#emruv pic.twitter.com/VOqYyoFuft
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 22, 2022
Hef bara eitt að segja við þetta landslið. pic.twitter.com/DCog9ETnP0
— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) January 22, 2022
Verður ekki geggjaðra! Mark, vörn, sókn, Gummi. Mögnuð barátta. Stórkostleg liðsheild.Takk 🙏🏻🇮🇸❤️
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 22, 2022
Ómar Ingi milli leikja Takk. pic.twitter.com/7c22k9PyMm
— Albert Ingason. (@Snjalli) January 22, 2022
Er búið að hringja á bíl fyrir Karabatic? Nei ég hef áhyggjur því matur á Grund er bara til 18:30 ók þetta var ljótt en ég er líka gömul svo ég má þetta. #emruv
— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) January 22, 2022
Nú má engin hreyfa sig, breyta um stellingu, skipta um föt eða fara á klósettið #emruv
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 22, 2022
Jæja, best að stilla vekjarann á „aldrei vekja mig“.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 22, 2022
Þessi leikur að spila út nákvæmlega eins og ég hefði búist við leik gegn Frakklandi þar sem okkur vantar 8 leikmenn….
— Arnar (@ArnarVA) January 22, 2022
íþróttamaður ársins er sannarlega að sýna okkur hvers vegna hann var valinn #emruv
— Heiða Björg (@heidabjorg) January 22, 2022
Nei ég bara tárast, fæ hroll og allan pakkann 🥺
— Sigrún Eva (@Sigrun3va) January 22, 2022
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er á einhver undarlegan hátt vanmetnasti snillingur í handbolta í heiminum. Ótrúlegur árangur – alltaf! Hélt alltaf aö hann væri smávaxinn – en hann er 182 cm. (Staðfest) #emruv
— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) January 22, 2022
Fínasti dagur hjá Viktori Gísla að eiga leik lífs síns
— gunnare (@gunnare) January 22, 2022
Ef Viktor Gísli væri örvhentur. Væri hann líklega fullkominn. #emruv #handbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 22, 2022
Áfram Ísland. Stórkostlegt lið! pic.twitter.com/g2greD25S3
— Jón Heiðar Ragnheiðarson (@Jonheidar) January 22, 2022
Logi Geirs er búinn að koma svo magnaðri stemmingu upp með þetta landslið að þeir trúa þvi að þeir geti unnið hvaða leik sem er!! Ooooo THE LOGI GEIRS!!!!
— Sigurđur Gìsli🇲🇦 (@SigurdurGisli) January 22, 2022
The real MVP er sá sem falsaði skilríki fyrir Viktor og gerði það að verkum að við getum verið með 2 metra 12 ára dreng í markinu
— Árni Helgason (@arnih) January 22, 2022
bóndinn minn pic.twitter.com/fXFmAmHewa
— Gummi Bjarni (@gummibjarnib) January 22, 2022
Mér líður eins og við séum að vinna Covid #emruv
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 22, 2022
Fálkaorðuna á Viktor Gísla takk ❤️
Bkv,
Íslenska þjóðin— Lenya Rún (@Lenyarun) January 22, 2022