Áfram heldur kórónuveiran að herja á íslenska karlalandsliðið í handbolta, þeir Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason hafa nú einnig orðið fyrir barðinu á veirunni en þeir greindust báðir jákvæðir í hraðprófum í hádeginu. Þetta eru virkilega slæmar fréttir þar sem Ísland leikur við Frakkland í dag.
Arnar og Janus bíða nú niðurstöðu PCR prófs en þeir, líkt og allt liðið fyrir utan þá leikmenn sem þegar voru í einangrun, greindust neikvæðir í slíku prófi í gær.
Alls eru nú 8 leikmenn íslenska landsliðsins búnir að greinast með veiruna en auk Arnars og Janusar hafa þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson einnig greinst með veiruna.