fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Björguðu tveimur bílum er festust á Öxnadalsheiði

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. janúar 2022 16:31

Mynd frá vettvangi/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir frá Akureyri og Varmahlíð voru rétt í þessu að ljúka útkalli á Öxnadalsheiði. Klukkan 14:15 var tilkynnt að tveir bílar væri fastir í snjó á heiðinni en bílarnir voru á leiðinni til Akureyrar frá Reykjavík.

„Þar sem ekki var vitað nákvæmlega hvernig færðin var né nákvæm staðsetning bílanna, þá voru björgunarsveitir sendar úr báðum áttum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í tilkynningu um útkallið.

Björgunarsveitarfólk kom að bílunum efst í Bakkaselsbrekku um klukkutíma eftir að útkallið barst. „Með góðri samvinnu gekk vel að losa bílana og var ökumönnum þeirra boðin fylgd austur yfir heiðina. Þeir gátu þá haldið för sinni áfram og voru komni niður af heiðinni ásamt björgunarsveitabílum fyrir stuttu,“ segir Davíð en Öxnadalsheiði hefur verið lokuð síðan 22:00 í gærkvöldi.

Mynd frá Vettvangi/Landsbjörg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“