fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Vítalía hundelt af lögmanninum Sigga G: „HJÁLP!“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 21. janúar 2022 09:51

Skjáskot af Facebook Story

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítalía Lazareva vekur athygli á því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson birti mynd af henni hjá sér á Facebook Story. Vítalíu finnst þetta sérlega óhugnanlegt og deilir þessu á Twitter með upphrópuninni: „HJÁLP!“

Þar segir hún ennfremur: „Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af þér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann. Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.“

Edda Falak, aktívisti og umsjónarkona hlaðvarpsins Eigin Konur, deilir færslu Vítalíu og segir: „Ágætt að fólk fái að vita hvað þeir sem gengu og ganga langt í að hræða og ógna þolendum frá því að koma fram.“

Sem kunnugt er sagði Vítalía frá því í þættinum Eigin Konur á dögunum hvernig fyrrverandi ástmaður hennar og fjórir aðrir þjóðþekktir menn hefðu brotið á henni kynferðislega. Allir þessir menn eru nú ýmist í leyfi eða hefur verði sagt upp.

Sigurður G., sem yfirleitt er einfaldlega kallaður Siggi G., hefur verið áberandi í metoo-umræðunni og sérstaklega varðandi rétt þeirra sem eru áskaður um kynferðisbrot á samfélagsmiðlum. Að sama skapi hefur hann verið sakaður um, af baráttufólki eins og Eddu Falak og meðlimum Öfga, að berjast gegn kynferðisofbeldi og vilja að gerendur sæti ábyrgð.

Sigurður G.  Mynd/Gunnar V. Andrésson

Færsla Vítalíu hefur fengið gríðarleg viðbrögð. Sigurður G. Er meðal annars kallaður sjúkur og Vítalía hvött til að kvarta undan honum til Lögmannafélags Íslands.

Sigurður G. hefur ekki svarað fyrirspurn DV vegna málsins.

Viðbót kl. 14:02. Sigurður G. segir bæði samtali við Mbl.is og Visir.is að hann kannist ekki við að hafa sett myndina af Vítalíu inn á Facebook hjá sér, sé búinn að taka hana út og ætli að  láta skoða símann sinn og tölvu.

Samantekt á máli dagsins – Fimm þjóðþekktir karlmenn stíga til hliðar í kjölfar ásakana ungrar konu um kynferðisbrot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur