Einn meðlimur í hljómsveitinni Gagnamagnið er hættur í sveitinni vegna ásakana um ofbeldi. Fréttablaðið greinir frá þessu og styðst við umræður um málið á Twitter.
Ekki kemur fram hvaða meðlimur í hljómsveitinni er hættur.
Annar meðlimur í hljómsveitinni, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, greinir frá þessu en meðlimurinn sagði sig úr sveitinni í kjölfar þess að Daða Frey og öðrum meðlimum sveitarinnar bárust þessar ásakanir fá þolanda.
„Hann játar og segir sig svo úr bandinu, við ákváðum aftur að ekki opinbera það þar sem ég hélt að við værum að halda í hennar ósk að ekki opinbera,“ segir í yfirlýsingu Huldu Kristínar á Twitter.
Þolandinn segist hafa rætt málið við Daða Frey og aðra meðlimi hljómsveitarinnar skömmu eftir Eurovison í fyrra.
— Huldaluv (@huldaluv) January 20, 2022