fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Illa þefjandi Porsche í eigu fyrrverandi framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar – Ólöf Finnsdóttir stefndi Bílabúð Benna sem áfrýjaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. janúar 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjaíkur Bílabúð Benna til að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar og núverandi skrifstofustjóra Hæstaréttar, tæplega 14 milljónir króna vegna riftunar kaupsamnings, sem kom til  vegna galla í glæsibifbreið sem Ólöf keypti af bílabúðinni.

Um var að ræða bíl af gerðinni Porsche Cayenne. Ólykt gaus upp í bílnum vegna mikillar vatnssöfnunar og tókst bílabúðinni ekki að ráða bót á þessu vandamáli. Sagði í dómi héraðsdóms að bílabúðin hefði fengið fjögur tækifæri til að bæta úr gallanum en það ekki verið gert.

Bílabúðin taldi gallann vera óverulegan og samþykkti ekki að rifta kaupunum. Þess vegna fór málið fyrir dóm. Bílabúðin undi síðan ekki niðurstöðu héraðsdóms og áfrýjaði til Landsréttar.

Fyrir Landsrétti krafðist Bílabúð Benna þess að hinum áfrýjaða dómi yrði hrundið og búðin sýknuð af kröfunum en til vara að riftun verði að öllu leyti miðuð við tímamarkið 9. október 2018 og að fjárkrafa stefndu verði lækkuð verulega. Ennfremur krefst bílabúðin málskostnaðar.

Þá segir orðrétt um tilefni áfrýjunarinnar, í dómi Landsréttar:

„Af hálfu áfrýjanda er í aðalkröfu á því byggt að aldrei hafi verið staðreynt að bifreiðin hafi verið gölluð en fyrir því beri stefnda sönnunarbyrðina. Bifreiðin hafi komið í þjónustuskoðun í apríl 2018 án þess að nokkrar athugasemdir hefðu komið fram um vatnssöfnun í henni sem fyrst hafi verið kvartað undan í maí sama ár. Því sé ekki unnt að slá því föstu að til staðar hafi verið galli við kaupin 19 mánuðum áður. Þá hafi áfrýjandi átt rétt á úrbótum samkvæmt 30. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup sem hafi ekki verið að fullu lokið er kaupunum var rift. Hafi hann vegna sérstakra aðstæðna átt rétt á fleiri tilraunum en tveimur til úrbóta. Þá er á því byggt af hans hálfu að gallinn hafi verið óverulegur og skilyrðum riftunar því ekki fullnægt samkvæmt 32 gr. laga nr. 48/2003. Stefnda hafi auk þess afsalað sér hugsanlegum riftunarrétti sínum í september 2018 með gerð samkomulags við áfrýjanda um að GB Tjónaviðgerðum ehf. yrði falið að gera við bifreiðina.“

Landsréttur segir hins vegar að af gögnum málsins megi ráða að bílabúðin hafi ekki vefengt þær fullyrðingar að bíllinn væri gallaður heldur virtist ganga út frá því að hann væri gallaður. Er það niðurstaða Landsréttar að hinn áfrýjaði dómur héraðsdóms skuli standa óraskaður og því þarf bílabúðin að greiða Ólöfu þessar tæpu 14 milljónir króna vegna riftunar kaupsamningsins. Ennfremur þarf búðin að greiða Ólöfu eina milljón króna í málskostnað.

Það var Gizur Bergsteinsson, lögmaður hjá Lagastoð, sem gætti hagsmuna Ólafar í málinu, sem nú hefur lagt Bílabúð Benna tvisvar að velli, í héraði og fyrir Landsrétti.

Dóminn má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“