Bragi Rúnar Axelsson, formaður velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar, vék úr nefndinni á bæjarstjórnarfundi í gær. Harpa Björnsdóttir tók við formennskunni í hans stað.
Bæjarins besta greinir frá þessu.
Bragi er forstöðumaður Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði en var nýlega settur í leyfi ásamt forstjórar stofnunarinnar, vegna gruns um misferli. Bragi segir persónulegar ástæður vera fyrir afsögn sinni sem formaður velferðarnefndar.