Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust með veiruna í gær og segir Nyegaard þetta veikja íslenska liðið mikið. „Þetta er mikil veiking á liðinu fyrir leik þar sem þeir eru ekki sigurstranglegir fyrir fram,“ sagði hann í samtali við TV2.
Hann sagði einnig að þetta kæmi sér vel fyrir Dani sem séu ekki lengur bara sigurstranglegri í leiknum, heldur miklu sigurstranglegri. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir Ísland. Síðan geta fleiri smit greinst í dag. Þetta eyðileggur allt fyrir þeim,“ sagði hann.
Nyegaard sagði að Björgvin Páll hafi verið liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu og megi líkja honum við Niklas Landin, aðalmarkvörð Dana, svo mikilvægur sé hann. Elvar Örn og Ýmir Örn hafi spilað saman í vörninni á mótinu og hafi átt stóran hlut að máli varðandi hraðupphlaup íslenska liðsins, Elvar sé liðinu mjög mikilvægur. Hvað varðar Ólaf Andrés sagði Nyegaard að hann hafi ekki spilað mikið en hafi staðið sig vel þegar hann hefur leyst Aron Pálmarsson af þegar hann hefur þarfnast hvíldar.