Íslendingar töpuðu fyrir Dönum, 28:24, í fyrsta leik í milliriðli á EM í handbolta í Búdapest. Danir eru heimsmeistarar og voru fyrir leikinn sigurstranglegri, löngu áður en skelfileg hrina Covid-smita tók að höggva skörð í raðir íslenska landsliðshópsins.
Meðal lykilmanna sem vantaði í íslenska hópinn vegna Covid-smita voru Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Helsti munurinn á liðunum í leiknum lá í markvörslu en danski markvörðurinn Kevin Möller átti frábæran leik en íslensku markverðirnir náðu sér ekki á strik.
Þjóðin virðist ánægð með frammistöðu drengjanna þrátt fyrir tap en hér má smá að neðan má sjá brot af ummælum um leikinn á samfélagsmiðlum.
Þingmaður Viðreisnar er stolt af strákunum:
Endalaust stolt af okkar mönnum❤️Fokkans Covid, áfram Ísland 🇮🇸 #emruv
— Þorbjörg Gunnlaugs (@obbasigga) January 20, 2022
Ljóst er að þjóðin er snortin af hetjulegri frammistöðu okkar manna við ómannlega erfiðar aðstæður:
Janus Daði. Sjáið þennan gæja, mesti salt of the earth náungi sem ég hef séð. Þetta er manngerð sem hefur verið framleidd hérlendis í hundruði ára. Hefði eflaust orðið vélsmiður ef ekki handboltamaður. Aldrei vesen og kvartar aldrei, bara hress með fullkomna kjálka. pic.twitter.com/k3PvnW9Lbu
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 20, 2022
Tóku Danir sinn Thorolfe með sér út? Smitast enginn í þessu helvítis liði?
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 20, 2022
Jakob Bjarnar, blaðamaður á Vísir.is, er ánægður með okkar menn:
Gidsel þýðir gísl. Það vissi ég ekki fyrr en ég horfði á þátt sem á íslensku hét Gíslatakan og sá að a frummálinu hét hann – en ekki hvað – Gidseltagningen. Annars er þessi Gidsel óíþróttamannslegasti náungi sem ég hef séð á þessu móti.
— Stígur Helgason (@Stigurh) January 20, 2022
Frábær frammistaða hjá vængbrotnu íslensku liði gegn heimsmeisturunum, átti von á kjöldrögn – áfram ísland
— Þossi (@thossmeister) January 20, 2022
Örvar Þór Guðmundsson er stoltur af strákunum: