Íslenska landsliðið í handbolta, stórlaskað vegna kórónuveirusmita, hefur átt góðan fyrri hálfleik gegn heimsmeisturum Dana í milliriðli á EM í handbolta í Búdapest.
Staðan í hálfleik er 17:14 fyrir Dani en leikurinn var lengst af í járnum. Ísland leiddi oftast með einu marki fyrri hluta hálfleiksins en Danir náðu undirtökunum seinni hlutann.
Helsti munurinn á liðunum liggur í markvörslu en íslensku markverðirnir hafa aðeins varið tvö skot og er það að ræða tvö vítaköst sem Ágúst Elí Björgvinsson varði frá Mikkel Hansen.
Ómar Ingi Magnússon er búinn að skora 5 mörk fyrir ÍSland og Elvar Ásgeirsson, sem kemur nýr inn í liðið, hefur skorða 3 mörk.