fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Tommi fékk tölvupóst frá konu í gær sem var „nánast hent út úr sinni vinnu“ – „Þetta er ósanngjarnt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 22:00

Tommi á Alþingi - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Virðulegi forseti, hæstvirtir þingmenn og landsmenn sem horfa á dagskrána hér í beinni útsendingu. Ég heiti Tómas, kallaður Tommi, og ég er eldri borgari. En það er einmitt það sem ég vil tala um í þessum ræðustól í dag. “

Svona hófst ræða Tómasar Andrésar Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins, á Alþingi í dag en Tómas þekkja eflaust flestir sem Tomma á Búllunni. Í ræðunni veltir Tommi því fyrir sér hvers vegna eldri borgarar megi oft á tíðum ekki vinna þegar þau ná ákveðnum aldri. „Þannig er að þegar menn, og konur, verða 70 ára og vinna hjá hinu opinbera eru þeir skikkaðir til að hætta að vinna. Ég er aftur á móti á undanþágu, orðinn 73 ára næstum, og er búinn að gera fjögurra ára samning við hið opinbera um að vera hér í fullri vinnu á ofurlaunum að auki,“ segir Tommi og ræðir svo um félaga sína sem eru í svipaðri stöðu, báðir eru í vinnu þrátt fyrir að vera orðnir eldri borgarar.

„Ég fór í gær að hitta frænda minn, hann er læknir, hann er 73 ára, og um daginn fór ég að hitta gamlan skólabróður sem er tannlæknir, hann er 72 ára, og þeir voru báðir við góða heilsu.“

Tommi segist þá hafa fengið tölvupóst frá konu í gær sem hafði misst vinnuna sína vegna aldurs síns. „Ég fékk í gær tölvupóst frá konu sem var búin að vinna í 16 ár hjá hinu opinbera við umönnun, hún varð sjötug fyrir nokkrum mánuðum og þá var henni nánast hent út úr sinni vinnu. Þetta er ósanngjarnt. Ég segi því miður,“ segir hann og spyr svo hvers vegna ekkert sé gert í þessu.

„Hví í ósköpunum er þetta ekki leiðrétt? Bill Wyman, sem var bassaleikari Rolling Stones, sagði í viðtali árið 1989: The fifties are the new thirties. Ég vil meina að við sem erum á þessum aldri og erum með góða heilsu eigum að fá að vinna. Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana