Eldur logaði í þaki á íbúðarhúsi á Framnesvegi í Reykjavík á þriðja og fjórða tímanum í dag. RÚV greindi frá.
Tveir slökkviliðsbílar, einn dælubíll og einn krani voru á vettvangi.
Unnið hefur verið að framkvæmdum í húsinu undanfarið. Samkvæmt frétt mbl.is var búið að slökkva eldinn upp úr klukkan hálffjögur. Vann slökkvilið þá að því að tryggja vettvanginn fyrir því að eldur blossi upp aftur.
Ekki er vitað um eldsupptök.
DV barst myndband frá eldsvoðanum og starfi slökkviliðsmanna á vettvangi. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.