fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

„Ef þeir væru með þannig leikmenn væri liðið meðal sigurstranglegustu liðanna“ segir danskur handboltasérfræðingur um íslenska liðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 05:56

Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Ungverjum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Danmörk mætast á EM í handknattleik á morgun. Það er stórt verkefni sem bíður strákanna okkar því Danir eru ríkjandi heimsmeistarar og þyrstir í að verða Evrópumeistarar. En hvað segir Kasper Søndergaard, fyrrum landsliðsmaður Dana, sérfræðingur Danska ríkisútvarpsins (DR) um íslenska liðið?

Í samtali við DR sagðist hann hafa spáð því að Ísland nái langt á mótinu. „Þeir eru mjög góðir og eru með marga rosalega spennandi leikmenn, sérstaklega í vörninni,“ sagði hann. „Mest spennandi leikmaður þeirra núna er leikstjórnandinn frá Magdeburg, Gísli Kristjánsson. Hann er ótrúlega öflugur og mjög góður leikstjórnandi sem er bæði hættulegur og kemur samherjum sínum í góða stöðu,“ sagði hann einnig.

En hvað varðar veikleika íslenska liðsins sagði Søndergaard: „Það vantar línumann og markmann í hæsta gæðaflokki á alþjóðavísu. Ef þeir væru með þannig leikmenn væri liðið meðal sigurstranglegustu liðanna.“

Hann sagði að Danir séu sigurstranglegri en leikurinn geti vel orðið jafn. Íslendingar elski jú að sigra Dani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi