Í samtali við DR sagðist hann hafa spáð því að Ísland nái langt á mótinu. „Þeir eru mjög góðir og eru með marga rosalega spennandi leikmenn, sérstaklega í vörninni,“ sagði hann. „Mest spennandi leikmaður þeirra núna er leikstjórnandinn frá Magdeburg, Gísli Kristjánsson. Hann er ótrúlega öflugur og mjög góður leikstjórnandi sem er bæði hættulegur og kemur samherjum sínum í góða stöðu,“ sagði hann einnig.
En hvað varðar veikleika íslenska liðsins sagði Søndergaard: „Það vantar línumann og markmann í hæsta gæðaflokki á alþjóðavísu. Ef þeir væru með þannig leikmenn væri liðið meðal sigurstranglegustu liðanna.“
Hann sagði að Danir séu sigurstranglegri en leikurinn geti vel orðið jafn. Íslendingar elski jú að sigra Dani.