fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá SÁÁ vegna ásakana á samtökin um svindl gegn Sjúkratryggingum Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 09:14

Einar Hermannsson, formaður SÁÁ. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SÁÁ hefur verið sakað um að beita Sjúkratryggingum Íslands blekkingum með tilhæfulausum reikningum. Hafa Sjúkratryggingar Íslands krafið samtökin um endurgreiðslu á 175 milljónum króna vegna tilhæfulausra reikninga. Hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara.

Formaður SÁÁ hefur sent yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem málið er harmað. SÁÁ hafi reynt að skýra hvernig verklagi var háttað en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki tekið tillit til þeirra skýringa. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Yfirlýsing framkvæmdastjórnar SÁÁ í tilefni af umfjöllun um úttekt SÍ á starfsemi samtakanna

Framkvæmdastjórn SÁÁ er slegin yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Starfsfólk samtakanna vinnur af heilindum og fagmennsku og leggur sig fram á hverjum degi við að sinna skjólstæðingum, sem hafa leitað til þeirra eftir læknishjálp og aðstoð vegna fíknar. Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara.

Framkvæmdastjórn SÁÁ harmar þann farveg sem málið er komið í. Af hálfu SÁÁ hefur verið reynt að skýra hvernig verklagi var háttað, en í bréfi Ara Matthíassonar, deildarstjóra eftirlitsdeildar SÍ, sem dagsett er 29. desember 2021 og birt er á visir.is, er ekki tekið tillit til þeirra skýringa. 

Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur lengi kallað eftir samráðsvettvangi SÁÁ og SÍ, eins og skýrt er kveðið á um í samningi. Hún hefur einnig kallað eftir leiðbeiningum eða lausn svo hægt sé að veita lögbundna og nauðsynlega þjónustu við þær krefjandi aðstæður sem samkomutakmarkanir eru. Því miður hefur ekki verið brugðist við þeim beiðnum. Ákall um samráðsvettvang og leiðbeiningar er ítrekað, svo hægt verði að koma í veg fyrir að staða eins og þessi komi upp í framtíðinni.

F.h. framkvæmdarstjórnar SÁÁ

Einar Hermannsson formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“