Ákveðið hefur verið að stytta tímann á milli bólusetningarskammts nr. tvö og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum í fjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni, á Covid.is
Þar kemur fram að þessi nýja tilhögun komist til framkvæmda í næstu viku (frá og með 24. janúar nk.) og verður auglýst nánar af heilsugæslunni. Stefnt er að því að einstaklingar verði kallaðir inn í bólusetninguna.
Bólusett verður með bóluefni frá Moderna eða Pfizer en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu.