Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hefur verið höfð að háði og spotti á Twitter undanfarin sólarhring eftir að hún deildi tísti í tilefni af degi baráttumannsins Martin Luther King Jr. sem var í gær.
Þórdís deildi tísti þar sem stóð:
„„Líf okkar líður undir lok um leið og við verðum þögul um hlutina sem skipta máli.“ Boðskapur Dr. Martin Luther King á alltaf jafn vel við, sérstaklega nú á tímum þar sem mikið af grundvallarréttindum sem við töldum örugg og trygg hefur verið ógnað.“
Segja má að þetta tíst hafi ekki slegið í gegn heldur þvert á móti. Í athugasemdum hefur Þórdísi meðal annars verið bent á að tilvitnaður texti í tísti hennar sem hún eignar Martin Luther King sé í reynd ekki bein tilvitnun í hann heldur gróf umorðun á texta sem hann fór með í eldræðu í kjölfar þess að lögregla réðst á mótmælendur með ofbeldi í Alabama í mars árið 1965. Mótmælin höfðu verið friðsæl þar til lögregla hóf að beita táragasi og berja mótmælendur með kylfum sem leiddi til þess að yfir 50 einstaklingar þurftu að leita á sjúkrahús. Mótmælendur höfðu verið að krefjast kosningaréttar fyrir svarta.
Aðrir velta því fyrir sér hvernig Þórdísi datt til hugar að birta þetta og bera saman baráttu Martin Luther Kings fyrir réttindum svartra saman við andstöðu Þórdísar og fleiri við sóttvarnaaðgerðir.
Einn gerir grín að þessari samlíkingu Þórdísar í athugasemd.
Já. Hann var náttúrlega Doktor og háði mikilvæga baráttu gegn sóttvarnaraðgerðum.
— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) January 17, 2022
Dæmi um fleiri athugasemdir við færsluna:
„Þú bara hentir í þetta og ýttir á send.“
„T-mínus 5 dagar í að þú farir að pósta photoshop myndum af Þórólfi með Hitler yfirvaraskegg“
„Janúar rétt hálfnaður og versta Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju.“
„Þetta er svo skammarlegt. Líður þér ekkert asnalega“
„Jesús minn. Eyddu þessu helvítis tweeti.“
„Ertu í alvörunni að bera saman baráttu samfélags svartra fyrir jafnrétti við minniháttar óþægindin af sóttvörnum?“
Ekki nóg með ofangreint heldur hafa margir vitnað í tíst hennar og annað hvort gagnrýnt ráðherrann eða gert grín að henni. Þar er Þórdís sökuð um taktleysi, forréttindablindu og veltir einn jafnvel fyrir sér hvort hún hafi gert þetta viljandi til að fólk hætti að velta fyrir sér utanlandsferð fjármálaráðherra.
Þetta er held ég versta take ársins og það er bara janúar, þvílík forréttindablinda. https://t.co/P8FOCoSjI6
— Þórhildur Gyða (@torii_96) January 18, 2022
Hérna er það, taktlausasta tíst ársins 2022. Svartir Bandaríkjamenn að berjast fyrir lífi sínu, literally, = forréttinda gella á Íslandi að væla yfir því að komast ekki á barinn. Og hún er utanríkisráðherra lýðveldisins Íslands. #leggekkimeiráykkur https://t.co/7gkoLozi6G
— Snorri Sturluson (@snorriman) January 18, 2022
Þetta er svo mikið shit take að ég var næstum því búinn að sturta niður símanum sem ég las það á. https://t.co/tUnu1HUege
— Jóhannes Proppé (@JohannesProppe) January 18, 2022
Smá sein á forritið og sá þetta í andvökunni. Ekki nóg með hvað þetta er taktlaust, þá er svona samhengislaus tilvitnun í þágu eigin málstaðar móðgun við allt fólk sem er og hefur verið fórnarlömb rasisma og býr enn við mismunun vegna hans, ekki bara erlendis en líka hér heima. https://t.co/TxkTziTeBj
— Miriam Petra – ميريام بترا (@mpawad) January 18, 2022
Vaknaði áðan og var að reyna að muna hvort mig hefði dreymt að hún hafði tweetað þessu. Mundi síðan að hún tweetaði þessu og get ekki sofnað aftur útaf cringe. https://t.co/CdNV0kRFEe
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 18, 2022
Hvað heldur fólk, skrifaði hún þetta eða einhver ungsjalla-aðstoðarmaður ferskur úr Morfís? Ég get ekki gert það upp við mig https://t.co/EkuaK6QyQD
— Þorsteinn Vilhjálmss (@kirjalax) January 18, 2022
mögulega það taktlausasta sem ég hef séð á forritinu í langan tíma https://t.co/Vz95ijZFnj
— Stefán (@Stebbih1998) January 18, 2022
https://t.co/4oRXzEJyLT pic.twitter.com/r4VEk27Klv
— Logi Pedro (@logipedro101) January 18, 2022
https://t.co/qRW5eWUV4j pic.twitter.com/NZjL0Im62Y
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 18, 2022
https://t.co/811SuR5kqy pic.twitter.com/9yPYFKWeuG
— sveppi (@sveppalicious) January 18, 2022
https://t.co/9gjRaaIRoj pic.twitter.com/atQVw081oQ
— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) January 18, 2022
https://t.co/nM6NAl9Bvd pic.twitter.com/KyEkCe2dDA
— Harpa Jóhannsdóttir (@harpajohanns) January 18, 2022
https://t.co/tivrqdCiLh pic.twitter.com/ukapZlTWUK
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 18, 2022
Ahh fyrirtak, Sjálfstæðismenn í valdastöðu að tengja boðskap og baráttu MLK við einstaklingshyggju sína og hagsmunagæslu fyrir atvinnulífið. Hér er önnur tilvitnun sem kjarnar hugmyndir hans: „The evils of capitalism are as real as the evils of militarism and evils of racism“. ✊ https://t.co/Y94aKB1rrF
— Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) January 17, 2022
frú mín góð. plís komdu með einhverja slæma lygi um að þú sért að vísa til aðfarar að mannréttindum hinsegin fólks eða eitthvað, ekki sóttvarnaraðgerða, eins og þú virðist vera að gera og er ótrúlega smekklaust í samhengi þessarar MLK tilvísunar. https://t.co/b61y5BMV94
— óskar steinn (@oskasteinn) January 18, 2022
Þættinum “Fólk sem kann ekki að skammast sín” hefur borist bréf🤢 https://t.co/AiPWoFycuc
— Lara Gudrun Joh (@larayoh) January 17, 2022
bíddu er ég að mistúlka eitthvað eða er hún að líkja andstöðu við sóttvarnarðgerðir saman við baráttuna gegn rasisma? Fór hún bara í alvörunni þangað? https://t.co/yunumOKfrm
— Bjarki (@BjarkiStBr) January 18, 2022
whaat sjallar að skrópa í vinnuna og misskilja rasisma omg colour me shocked eða þannig
— Silja Björk (@siljabjorkk) January 18, 2022
Hún ef taka einn fyrir liðið með þessu tísti. Enginn að pæla hver er á skíðum núna og hver ekki.
— Árni Torfason (@arnitorfa) January 18, 2022
Ég ætla ekki að ljúga að sóttvarnarráðstafanir hafa falið í sér frelsisskerðingar, eins nauðsynlegar og þær kunna að hafa verið. En að bera þetta saman við rasisma er eitthvað sem við ætlum ekki að gera og eitthvað sem ráðherrar mega engan veginn normalísera. Taktlaust.
— Lenya Rún (@Lenyarun) January 18, 2022
Smá sein á forritið og sá þetta í andvökunni. Ekki nóg með hvað þetta er taktlaust, þá er svona samhengislaus tilvitnun í þágu eigin málstaðar móðgun við allt fólk sem er og hefur verið fórnarlömb rasisma og býr enn við mismunun vegna hans, ekki bara erlendis en líka hér heima. https://t.co/TxkTziTeBj
— Miriam Petra – ميريام بترا (@mpawad) January 18, 2022