fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
EyjanFréttir

Orðið á götunni: Ármann Kr. gegn Hildi í Reykjavík og atlaga að Líf

Eyjan
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 17:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðstilkynningar vegna komandi sveitastjórnarkosninga hrúgast nú inn á fjölmiðla hver á fætur annarri. Mikil endurnýjun er fram undan í forystusveit Sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Eyþór Arnalds, oddviti í Reykjavík, hefur stigið til hliðar og fjórir bæjarstjórar flokksins hafa sömu leiðis tilkynnt að þeir hyggist ríða hamingjusamir inn í sólarlagið. Gunnar Einarsson mun stíga til hliðar sem bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur Sverrisson kveður í Mosfellsbæ og Ásgerður Halldórsdóttir sömuleiðis á Seltjarnarnesi. Í gær tilkynnti svo Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Þau tíðindi komu talsvert í óvart en gaf þeirri kjaftasögu byr undir báða vængi að Ármann ætlaði stækka við sig og gefa kost á sér sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það væri verulega krefjandi, og ekki síður spennandi, verkefni að freista þess að mála höfuðborgina bláa og ekki amalegt á ferilskránna að verða fyrsti bæjarstjórinn sem umbreytist í borgarstjóra.

Heimildarmenn Orðsins telja þó ólíklegt að af þessu verði þó ekkert sé útilokað. Ármann sé nokkuð mettur eftir farsæl ár í Kópavogi og hugur hann standi helst til þess að hella sér út í viðskiptalífið og upplifa blautan draum Sjálfstæðismannsins – að græða helvítis helling af peningum.

Þá er ekki víst að Ármann myndi höfða neitt sérstaklega til þess hóps reykvískra Sjálfstæðismanna sem eru ekki hrifnir af Hildi Björnsdóttur sem verðandi leiðtoga. Hildur er helst gagnrýnd fyrir að vera of sammála Degi B. Eggertssyni og öðrum vinstri mönnum varðandi til dæmis hina alræmdu Borgarlínu. Vinir einkabílsins myndu ekki endilega eignast nýjan vin í Ármanni enda ýtti hann jú Borgarlínunni úr vör með Degi og þeim félögum sínum úr Sjálfstæðisflokknum sem brátt hverfa til annarra starfa.

Sé Ármann ekki tilkippilegur aukast líkur dag frá degi að Hildur muni ekki fá neitt verðugt mótframboð. Líklegast er að einhver sem þarf smá umtal og 15 mínútna frægð bjóði sig fram gegn henni og  voni að sú kynning dugi í gott sæti fyrir neðan Hildi á framboðslistanum.

Líklegt mótframboð gegn Líf

Fyrr í dag greindi Líf Magneudóttir síðan frá því að hún gæfi aftur kost á sér sem oddviti Vinstri Grænna í borginni. Sú tilkynning barst nánast um leið eftir að félagar í VG ákváðu í gærkvöldi að efnt yrði til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi kosningar.

Líf hefur verið mikilvægur hlekkur í meirihlutasamstarfinu og sá hópur freistar nú þess að fá umboð að nýju til þess að halda áfram störfum sínum.

Líf sagði í framboðstilkynningu sinni að samstarfið hefði gengið vel þó að VG hefði þurft að gera ýmsar málamiðlanir. Hún listaði síðan upp ýmis mál sem að hún kvaðst vera afar ánægð með og minntist þar meðal annars á sorphirðu og uppbyggingu nýrra leikskóla og fjölgun plássa.

Það þarf pólitískan kjark til að halda slíku fram enda flest sem tengist sorpmálum höfuðborgarinnar að breytast í einhvern allsherjar harmleik og ástandið á leikskólum höfuðborgarinnar er á þá leið að fæstir myndu hreykja sér af því.

Hvort staða Lífar sé traust innan VG í Reykjavík liggur ekki fyrir en líklegt er talið að hún fái mótframboð í oddvitasætið. Talið er líklegast að Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, sem skipaði 2. sæti á framboðslista VG fyrir síðustu kosningar muni láta sverfa til stáls og freista þess að vinna sætið af Líf.

 

Elín Oddný Sigurðardóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé