Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði rétt í þessu Ungverjaland á Evrópumeistaramótinu í handbolta, sem nú fer fram á heimavelli andstæðingsins í Búdapest.
Leikurinn endaði 31-30 fyrir Íslandi en líkt og þær tölur gefa til kynna var leikurinn afskaplega spennandi.
Það er fátt sem landanum finnst skemmtilegra í ársbyrjun en gott handboltamót, sérstaklega þegar íslandi gengur vel. Svo virðist vera sem flestir hafi verið límdir við skjáinn og tístað um leið og sigurinn var í höfn, en hér fyrir neðan má sjá nokkur ummæli sem fólk lét falla eftir leik.
Sá sem kemur oftast fyrir í tístunum er án efa markvörður þjóðarinnar Björgvin Páll Gústafsson, sem átti stórleik og nokkrar mjög mikilvægar vörslur, sérstaklega í lok leiks.
Vá hvað íslenska karlalandsliðið er að halda uppi spennunni í mínu lífi! Hvílík spenna og hvílíkur sigur. Vel gert!
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) January 18, 2022
— Oddur Ævar (@odduraevar) January 18, 2022
Helvítis helvítis helvítis Bjöggi kóngur!!!! 👑👑👑
— Rikki G (@RikkiGje) January 18, 2022
Clutch Björgvin!
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 18, 2022
Stórmóts Bjöggi 😍😍😍
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) January 18, 2022
Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!
— Gummi Ben (@GummiBen) January 18, 2022
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
— Kristján Einar (@KristjanEinar) January 18, 2022
Handball’s coming home
— Jónas Már (@JTorfason) January 18, 2022
You fuckin mentality monster pic.twitter.com/R882KlWir6
— Jói Skúli (@joiskuli10) January 18, 2022
BJÖRGVIN PÁLL
— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) January 18, 2022
Fallegur sigur, aldrei tæpt #emruv
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 18, 2022
Sjitt hvað ég er glaður að þurfa ekki að horfa stressaður á Portúgal Holland. Bara opna kaldan og njóta.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 18, 2022
JÁ MAÐUR!!! 🇮🇸 Ég er ekki sveittur!
— Egill Ploder (@egillploder) January 18, 2022
JÁ!!!!! #emruv
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 18, 2022
Ég hef alltaf elskað Björgvin Pál
— gunnare (@gunnare) January 18, 2022