fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Fyrrverandi formaður SÁÁ ræðst harkalega á stjórnina – „Þetta fólk er nú að djöflast á Ara Matthíassyni sem er að vinna vinnuna sína hjá SÍ“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 13:57

Einar Hermannsson (t.v.) og Þórarinn Tyrfingsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ, sem féll í hallarbyltingu innan samtakanna árið 2020 og lét af formennsku, sendir stjórn SÁÁ tóninn, í nýrri Facebook-færslu. Tilefnið eru ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að SÁÁ hafi innheimt tilhæfulausa reikninga fyrir oftalin viðtöl við sjúklinga, upp á 170 milljónir króna. Málið er komið inn á borð héraðssaksóknara.

SÁÁ sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kæra SÍ er hörmuð. Í yfirlýsingunni er kvartað undan framgöngu deildarstjóra eftirlitsdeildar SÍ, Ara Matthíassonar, en hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ:

„Framkvæmdastjórn SÁÁ harmar þann farveg sem málið er komið í. Af hálfu SÁÁ hefur verið reynt að skýra hvernig verklagi var háttað, en í bréfi Ara Matthíassonar, deildarstjóra eftirlitsdeildar SÍ, sem dagsett er 29. desember 2021 og birt er á visir.is, er ekki tekið tillit til þeirra skýringa.“

Þórarinn gagnrýnir SÁÁ harkalega fyrir þetta og segir:

„Framkvæmdastjórn SÁÁ starfsárið 2020-2021 er skipuð eftirtöldum:

Einar Hermannsson – Formaður

Héðinn Eyjólfsson

Anna Hildur Guðmundsson

Gróa Ásgeirsdóttir

Sigurbjörg A. Þór Björnsdóttir

Þráinn Farestveit

Sigurður Friðriksson – varaformaður

Frosti Logason

Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Þetta fólk er nú að djöflast á Ara Matthíassyni sem er að vinna vinnuna sína hjá SÍ, nefna nafns hans og kenna honum óbeint um sín brot á lögum SÁÁ og landslögum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi