fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Ungir sjálfstæðismenn ósáttir með samkomutakmarkanirnar – Skora á ráðherrana sína að „standa með frelsinu“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. janúar 2022 19:00

Lísbet Sigurðardóttir formaður stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, Steinar Ingi Kolbeins varaformaður og Ingveldur Anna Sigurðardóttir 2. varaformaður - Mynd: Halldór Kolbeinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem stjórn SUS, sambands ungra sjálfstæðismanna, sé komið með alveg upp í kok af samkomutakmörkunum sem eru í gildi hér á landi vegna Covid-19 faraldursins. Í röð færslna sem sambandið birti á Twitter-síðu sinni í dag eru stjórnvöld gagnrýnd harðlega en auk þess er skorað á ráðherra flokksins að gera eitthvað í málinu.

„Stjórnvöld hafa ekki sýnt nægilega fram á að svo strangar takmarkanir séu í samræmi við stöðu faraldursins þrátt fyrir fjölda smita. Þjóðin er fullbólusett gegn nýju og mun vægara afbrigði sem fylgir mun lægri innlagnartíðni. Aðrir mikilvægir samfélagslegir þætttir hafa ekki verið teknir til skoðunar, svo sem andleg, efnahagsleg og félagsleg áhrif frelsisskerðinga,“ segja ungu sjálfstæðismennirnir í færslunum.

Þá segja þeir að ekki hafi verið tekið nauðsynlegt tillit til aðstæðna ungs fólks og að sá hópur hafi þurft að færa miklar fórnir á undanförnum tveimur árum. „Eina leiðin til þess að ná víðtækri samstöðu að nýju er að sýna það í verki að markmiðið sé að aflétta takmörkunum. Það er hægt sé skynsemi og hófsemi beitt í ákvörðunartöku varðandi frelsisskerðandi aðgerðir,“ segir stjórnin svo.

„Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn sem myndar ríkisstjórnina. Stjórn SUS neitar að trúa því að ráðherrar flokksins láti bjóða sér þessa stöðu mikið lengur. SUS ítrekar því áskorun sína, enn einu sinni, á ráðherra Sjálfstæðisflokksins að standa með frelsinu.“

Að lokum furðar stjórnin sig á því hvers vegna samkomutakmarkanir eru svo harðar hér á landi þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra og lágt innlagnarhlutfall smitaðra. „Fullbólusett þjóð, með innlagnarhlutfall sem nemur 0,05%, getur ekki látið bjóða sér 10 manna samkomutakmarkanir tveimur árum eftir að veiran kom til landsins. Frelsi hvort sem er til athafna, ferða eða funda, er ekki forréttindi. Frelsi í samfélagi manna er grundvallar mannréttindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé