fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Fleiri hjúkrunarfræðinemum hleypt í gegnum klásus í HÍ

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri fyrsta árs hjúkrunarfræðinemum við Háskóla Íslands var hleypt í gegnum samkeppnisprófin en ráð var fyrir gert. Skólayfirvöld ákváðu að gera þetta eftir að ákall um þetta barst frá heilbrigðisráðuneytinu og Landspítalanum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að stjórnendur Háskólans á Akureyri taki ákvörðun um það í dag hvort brugðist verði við þessu ákalli.

Haft er eftir Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, að ákveðið hafi verið að hleypa 127 nemendum í gegn í ár og fjölga þeim þannig um fimm frá upphaflegri áætlun. Var því öllum sem náðu tilskilinni einkunn hleypt áfram en um 200 kepptust um plássin.

Haft er eftir Ingu að HÍ sé reiðubúinn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum enn frekar en fjöldi klínískra plássa sé takmarkandi.

Háskólinn á Akureyri hleypti 75 í gegnum samkeppnisprófin. Fjórir til viðbótar náðu tilskilinni einkunn en hafa ekki enn fengið að vita hvort þeir komast inn. Ákvörðun þar um verður tilkynnt í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi