Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að stjórnendur Háskólans á Akureyri taki ákvörðun um það í dag hvort brugðist verði við þessu ákalli.
Haft er eftir Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, að ákveðið hafi verið að hleypa 127 nemendum í gegn í ár og fjölga þeim þannig um fimm frá upphaflegri áætlun. Var því öllum sem náðu tilskilinni einkunn hleypt áfram en um 200 kepptust um plássin.
Haft er eftir Ingu að HÍ sé reiðubúinn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum enn frekar en fjöldi klínískra plássa sé takmarkandi.
Háskólinn á Akureyri hleypti 75 í gegnum samkeppnisprófin. Fjórir til viðbótar náðu tilskilinni einkunn en hafa ekki enn fengið að vita hvort þeir komast inn. Ákvörðun þar um verður tilkynnt í dag.