fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Eiginmaðurinn laus allra mála í einu umfangsmesta fjársvikamáli Íslands – Rocio Berta verður ein sótt til saka

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. janúar 2022 12:57

Rocio Berta Calvi Lozano

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginmaður Rocio Bertu Calvi Lozano er laus allra mála í umfangsmiklu fjársvika máli eftir að hans þáttur í máli var vísað frá fyrr á árinu. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. Þar kemur fram að aðalmeðferð málsins átti að fara fram í morgun en hafi verið frestað vegna Covid-19. Umfang málsins er gríðarlegt – gert var ráð fyrir að um 30 vitni yrðu kölluð til.

Rocio Berta og eiginmaðurinn hennar voru ákærð saman fyrir hin meintu brot og var mál gegn þeim þingfest í júní 2020. Þau neituðu bæði sök og höfnuðu alfarið bótakröfum í málinu.

Sjá einnig: Meintu fjársvikari í einu grófasta fjársvikamáli Íslands neitar sök 

Nú stendur aðeins málið gegn Rocio hefur en henni er gefið af sök að hafa svikið allt að 80 milljónir króna frá heilabiluðum systrum á tíræðisaldri. Rocio kynntist annarri systurinni á vegum bandaríska sendiráðsins á Íslandi, þar sem sú síðarnefnda starfaði. Vinskapurinn er í ákæru rakinn allt aftur til 2005, en gæti þó verið lengri. Á árinu 2012 fékk Rocio umboð frá systrunum 2012 til að sjá um fjármál þeirra og var umboðið útbúið af lögmanni sem sömuleiðis vottaði skjalið. Það var á grundvelli þessa umboðs sem Rocio fékk gefin út debetkort sem tengd voru við bankareikninga í eigu systranna.

Sjá einnig: Meintur fjársvikari lýsir djúpri vináttu við heilabiluðu systurina – Segir að fjölskyldan hafi komið illa fram við sig

Ævintýraleg ákæra

Rocio er sökuð um að hafa notfært sér andlegt ástand systranna og fengið þær til að skrifa undir erfðaskrá þar sem hún var arfleidd að nær öllum eigum þeirra. Ennfremur er hún sökuð um ævintýralega eyðslu á greiðslukorti sem tengt var við bankareikning annarrar systurinnar en ákæran er 52 blaðsíður. Er hún sögð hafa á fimm ára tímabili, frá 2012 til 2017, notað greiðslukortið alls 2166 sinnum.

Hér fyrir neðan má sjá lítinn hluta af þessum kortafærslum:

  • GIORGIO ARMANI RETAIL – 39.236 kr.
  • HEKLA HF  – 264.590 kr.
  • Karen Millen Kringlan – Samtals 120.760 kr.
  • Gallerí Fold – 915.000
  • SAKS FITH AVENUE – samtals 319.643 kr.
  • Herrahúsið ehf.  – 46.000 kr.
  • Tónastöðin – 85.405 kr.
  • Öndvegi – Lifum ehf. 98.100 kr.
  • Háskólinn í Reykjavík – 590.000 kr.
  • Snyrtivöruverslunin Glæsibæ – 51.000 kr.
  • Perlan veitingastaðir – 58.080 kr.
  • Galeria Kaufhof – 35.138 kr.
  • Örninn golfverslun 32.900 kr.
  • Polarn O Pyret – 23.082 kr.
  • Lín Design – samtals 67.920 kr.
  • Intersport Bíldshöfða 25.313 kr.
  • Keiluhöllin – 5.400 kr.
  • Laser tag – 43.000 kr.
  • Svefn og heilsa – 259.000 kr.
  • Pfaff hr. – 140.403 kr.
  • Rúmfatalagerinn – 98.050 kr.
  • Partýbúðin – 3.320 kr.
  • Sjóklæðagerðin – 99.760 kr.
  • Útlendingastofnun – 12.000 kr.
  • Kúnígúnd – 20.144 kr.
  • World Class – 31.190 kr.
  • Georg Jensen Kastrup – samtals 35.017 kr.
  • Bauhaus – 155.992 kr.
  • Herragarðurinn Kringlunni – 20.178 kr.
  • Garri ehf. – 49.653 kr.
  • Couture ehf – 140.000 kr.
  • Rafha ehf – 297.100 kr.
  • Síminn Ármúla – 116.900 kr.
  • Ralph Lauren – 50.508
  • Laugaás ehf – 18 færslur – samtals 58.069 kr.

Heildarupphæð úttekta af debetkortinu er sögð vera yfir 50 milljónir króna.

Rocio er einnig sökuð um að hafa stolið ýmsum munum af heimili annarrar systurinnar, meðal annars hnífapörum, dúkum, styttum og  stokkabelti fyrir gullhúðaðan upphlut sem er metinn á 1,8 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Í gær

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“