Ríkisstjórnin fundaði í morgun um nýjar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis varðandi hertari takmarkanir vegna faraldursins sem hefur verið í töluverðri uppsveiflu undanfarnar vikur. Fundinum lauk á hádegi og var þá tilkynnt um að aðgerðir yrðu hertar.
Almennar samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manna hámarki og niður í tíu. Skemmtistöðum verður lokað og ekki verður lengur hægt að nýta hraðpróf til að fara á viðburði. Nýju takmarkanirnar taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar næstkomandi.
Skólar munu starfa áfram samkvæmt reglugerð, og sundstaðir sem og líkamsræktarstöðvar fá að taka við 50% af leyfilegum hámarksfjölda.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði eftir fundinn að Þórólfur hafi lagt fram þrjár mismunandi tillögur. Fyrsta tillagan var óbreytt ástand en þá hefðu smit að öllum líkindum haldist jafnmörg. Önnur tillagan var sú sem var tekin, það er að fara úr 20 manna samkomubanni í 10 manna samkomubann.
Þriðja tillagan var svo að grípa til útgöngubanns í 10 daga, ekki hefur verið gripið til svo harðra aðgerða hér á landi í faraldrinum og því kom sú tillaga flatt upp á marga.
Þegar hertar aðgerðir eru tilkynntar fer yfirleitt mikill fjöldi fólks beinustu leið á samfélagsmiðilinn Twitter til þess að viðra sínar skoðanir á aðgerðunum. Í dag var að sjálfsögðu engin undantekning gerð á því.
Ljóst er að ekki eru öll sem tjá sig á Twitter sátt með þessar takmarkanir, fjölmörgum finnst nóg komið af aðgerðunum og svo finnst öðrum fáránlegt að aðgerðir séu ekki harðari, sérstaklega í skólum. Þá furðar fólk sig á aðgerðunum sem valdar voru og sumum finnst eins og þær séu bara handahófskenndar.
Að sjálfsögðu eru ekki allir að gagnrýna og spekúlera um aðgerðirnar, það er nefnilega alltaf stutt í grínið hjá helstu spéfuglum Twitter – líka þegar rætt er um hertari aðgerðir.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur að segja um hertari aðgerðirnar á Twitter:
Ég skil ekkert, herða en samt einhvernveginn ekki??? Draga þau bara aðgerðir úr hatti at this point?
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) January 14, 2022
Sorry að ég sé dumb en hvað á það að gera að fækka úr 20 í 10 en halda öllum skólastigum óbreyttum?
Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu en er bara forvitin hverju þetta á að breyta.
— Laufey Ebba (@Laufeyebba) January 14, 2022
Ef það virkar að herða takmarkanir enn frekar, hvers vegna eru þá 100+ delta smit á dag, eða svipað mörg og þau voru áður en takmarkanir voru verulega hertar í desember?
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) January 14, 2022
Þriðja tillagan var 10 daga útgöngubann. En það er að birta til. Ja. Hérna. Hér.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 14, 2022
ætti eg að halda útgáfutónleikana fyrir níu mans?
— ekkigugusar (@ekkigugusar) January 14, 2022
Svolítið sniðugt að láta bara skólana lokast af sjálfu sér en þurfa ekkert að breyta reglum þar. #lockdown
— Sverrir (@sverrirbo) January 14, 2022
10 manna samkomutakmarkanir. Mikill Groundhog day fílingur pic.twitter.com/6k1fn7ckEf
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) January 14, 2022
Þetta má í kvöld en ekki á morgun þá verða þrír að fara heim pic.twitter.com/9rkwPM1jZ0
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 14, 2022
Það er bannað að hafa gaman
— Steinunn🦩 (@SteinunnVigdis) January 14, 2022
Sú skæða eftir að Willum breytir samkomutakmörkunum úr 20 í 10 pic.twitter.com/tK5GmDARTb
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 14, 2022
Hvað er planið? Loka öllu og fá smit niður í nokkur og dag og opna allt? Aftur og aftur og aftur? Þetta er ekki hægt svona. Opnið allt og boostið alla á hálfs árs fresti! Hversu margir eru ekkert að veikjast af þessum smitum?
— Ívar O. (@IvarSolocean) January 14, 2022
Nei núna þurfum við svo sannarlega að taka okkur saman og syngja Covid veiruna burt!
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 14, 2022
Skilur einhver þessar nýju reglur?
Má ég fara í sund? Takmarkanir inn í búðir?— Stuðný (@gudnyrp) January 14, 2022
What’s in the minnisblað? pic.twitter.com/Si8m6FeFMR
— gunnare (@gunnare) January 14, 2022
Ekki að segja þetta sé samsæri gegn mér en barir lokuðu líka daginn eftir að ég losnaði úr einangrun síðast.
— Natan 🇪🇺🏳️🌈 (@NatanKol) January 14, 2022
Gott samt að ég var að fagna endurgerðinni á salnum áðan… þarf að loka honum núna í allavegana 2 vikur 😭
Plís ríkisstjórn, nenni þið að hjálpa litlum fyrirtækjum í alvöru núna? https://t.co/lAV6CkTTgj— Arnþór Pálsson (@ArnthorP) January 14, 2022
Hahahahaaha hann vildi setja útgöngubann HVAÐA ANDSKOTANS VITLEYSA ER ÞETTA!!!!!! #ÞórólfurOut
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) January 14, 2022
Hlakka til að fá ekki krónu bætta af væntanlegu tekjutapi
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) January 14, 2022
Sterkt samt að bíða með að herða takmarkanir fram að janúarhandboltanum. Við getum nú allavega verið þakklát fyrir það.
— Árni Helgason (@arnih) January 14, 2022
Varð svo pirruð yfir anti-vaxxers og nýju takmörkunum að ég fór og styrkti kaup á bóluefnum fyrir efnaminni ríki. Held að það sé það eina sem ég get gert í stöðunni. https://t.co/clkDnnXosc
— Svaný (@Svany) January 14, 2022
Skil ekki alveg af hverju sóttvarnaraðgerðirnar eru aðallega aðgerðir gegn áfengisneyslu
— Hans Orri (@hanshatign) January 14, 2022
jæja nú byrja ég að reykja aftur
— Bríet (@thvengur) January 14, 2022