Héraðsdómur féllst ekki á kröfur forsvarsmanna Austuráttar en þess má geta að Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, var kallaður til sem vitni í málinu og fór ítarlega yfir aðgerðir sóttvarnaryfirvalda yfir þetta tímabil. Í rökstuðningi var bent á að rekja mætti fjölmörg smit til kráa og skemmistaða. og að gögnum hefði verið framvísað um að skemmtistaðir og krár væru afar líklegir staðir til að smitast á. Þá væri hægt að rökstyðja að munur væri á krám og skemmistöðum varðandi smithættu samanborið við veitingastaði og kaffihús.
Féllst héraðsdómarinn Kjartan Bjarni Björgvinsson á þessa röksemdafærslu og sýknaí því íslenska ríkið af skaðbótakröfu Austuráttar.