fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Alvegarlegar ásakanir í garð SÁÁ – Samtökin krafin um 174 milljón króna endurgreiðslu – „Við teljum þetta algjörlega út í hött“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. janúar 2022 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) krefja nú SÁÁ um endurgreiðslu á 174 milljónum og hefur eftirlitsnefnd SÍ gert alvarlegar athugasemdir við þúsundir reikninga frá SÁÁ. Stundin greinir frá þessu í dag og segir að málið sé komið inn á borð Landlæknis. Formaður SÁÁ segir ásakanirnar tilefnislausar.

Stundin hefur undir höndum bréf sem SÍ sendu til SÁÁ í sumar en þar er farið yfir skoðun eftirlitsnefndar SÍ á starfsemi SÁÁ. Þar má finna alvarlegar ásakanir. Þær alvarlegustu varða þúsundir reikninga sem SÍ hafi fengið frá SÁÁ fyrir svokölluð ráðgjafaviðtöl. Skoðun SÍ hafi þó leitt í ljós að í þessum tilvikum hafi slík viðtöl ekki farið fram heldur hafi verið um að ræða stutt símtöl sem ráðgjafar hringdu að eigin frumkvæði í skjólstæðinga til að meðal annars tilkynna þeim um áframhaldandi lokun göngudeildar.

Samkvæmt þjónustusamningi SÍ og SÁÁ er greiningar- og ráðgjafaviðtal skilgreint sem viðtal sem fer fram í 60 mínútur. Ráðgjafar hafi þó skráð símtöl til skjólstæðinga sem slík viðtöl þó svo að þau hafi ekki varað nema í fáeinar mínútur. Dæmi hafi verið um að ráðgjafi hafi skráð á sig tvö ráðgjafaviðtöl með mínútu millibili og að einn ráðgjafi hafi til að mynda átt að hafa tekið 20 ráðgjafaviðtöl á einum degi.

Með útgáfu reikninga til SÍ væri gefið til kynna að skjólstæðingar hafi greitt fyrir þessa þjónustu og hún því færð í greiðsluþátttökukerfi, en í reynd hafi skjólstæðingar ekki verið upplýstir um reikningsgerð og ekki krafðir um gjald. SÍ segir í bréfinu að á þetta sé litið mjög alvarlegum augum og krefst SÍ þess að SÁÁ endurgreiði ríflega 36 milljónir vegna 3.801 viðtals sem hafi flest verið stutt símtöl og SÁÁ geti ekki staðfest að hafi farið fram.

Eins varðar málið ungmennadeild SÁÁ sem er rekin á vogi. SÁÁ hafi fengið tímabundna 50 milljón króna fjárveitingu samkvæmt fjárlögum 2020 til að standa straum af eflingu þjónustu við börn og ungmenni. Alls hafi SÍ greitt 150 milljónir til SÁÁ árið 2020 vegna legudeildar ungmenna.  Samkvæmt samningi milli SÍ og SÁÁ um vog eigi lágmarksfjöldi innlagna á legudeild unglinga að vera 205 árlega. Í reynd hafi aðeins 86 ungmenni yngri en 20 ára fengið innlögn árið 2020.

Því krefst SÍ endurgreiðslu á um 108 milljónum vegna þessa.

SÍ halda því einnig fram að SÁÁ hafi lokað göngudeild árið 2020 umfram það sem nauðsynlegt var sökum sóttvarna.  Er krafist endurgreiðslu á tæpum 30 milljónum vegna þeirrar lokunar.

Stundin ræddi við Einar Hermannsson, formann SÁÁ, sem segir að framkvæmdastjórn samtakanna mótmæli öllu sem fram komi í bréfi SÍ og hafi ekkert að fela. Símtöl til skjólstæðinga hafi verið framkvæmd í þeim tilgangi að viðhalda sambandi samtakanna við skjólstæðinga og lúti ágreiningur að því hvort SÁÁ hafi verið heimilt að veita slíka fjarþjónustu.

„Við teljum þetta algjörlega út í hött að vera að sekta okkur fyrir að viðhalda sambandi við skjólstæðinga í heimsfaraldri. Og þar að auki er það okkar mat að þetta sé reiknað vitlaust og við munum andmæla því.“

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé