fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Þuríður Helga segir starfi sínu lausu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 13:19

Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Menningarfélags Akureyrar, hefur sagt starfi sínu lausu. Þuríður, sem hefur starfað sem framkvæmdarstjóri félagsins í sex ár, segir þann tíma hafa verið ævintýralegan.

„Þegar ég hóf störf var félagið í afar þröngri fjárhagsstöðu og mikil starfsmannavelta. Með samhentu átaki mín og starfsfólks tókst að snúa þessari stöðu við hratt og örugglega. Félagið hefur látið til sín taka í íslensku menningarlífi, fjárframlög til þess aukist og góður starfsandi og vinnugleði er einkennandi fyrir vinnustaðinn. Þrátt fyrir að njóta velgengni í starfi finn ég að hugurinn er farinn að leita annað og vil ég gefa mér meiri tíma til að sinna áhugamálum og þeim hugarefnum sem standa mér nærri,“ segir Þuríður Helga.

Samkvæmt formanni félagsins, Evu Hrund Einarsdóttur, verður staða framkvæmdastjóra auglýst í lok mánaðarins. „Þuríður hefur átt farsælt starf hjá félaginu og hefur ásamt öflugum starfshópi leitt velgengni þess síðustu árin. Samstarfið hefur verið mjög gott og það er eftirsjá af Þuríði sem við í stjórn óskum alls hins besta. Félagið stendur traustum fótum og það eru fjölmörg tækifæri framundan,“ segir Eva Hrund. Eins og áður segir verður staðan auglýst í lok mánaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm