Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, hlaut í dag fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir greindi fyrst frá.
Auk skilorðsbunda fangelsisdómsins var Teiti gert að greiða 15,2 milljón króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins ella sæta fangelsi í 240 daga. Þá var honum gert að greiða 940 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns Vilhjálms H. Vilhjálmssonar.
Teitur var sakfelldur fyrir meiri háttar skattalagabrot fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti við rekstur einkahlutafélags Sítrus ehf. á um tveggja ára tímabili 2013 til 2015 né staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir meiri háttar brot á bókhaldslögum.
Í dóminum kemur fram að málsmeðferð hafi dregist töluvert hjá skattrannsóknarstjóra en ákæra var ekki gefin út fyrr en þremur og hálfu ári eftir