fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Jóhannes segist ekki hafa komið við brjóst eða kynfæri hennar „á óviðeigandi hátt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 12:06

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, sem kallaður hefur verið stjörnunuddarinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fréttablaðið fjallaði um málið.

Um er að ræða fimmtu ákæruna gegn Jóhannesi sem tekin er fyrir af domstólum. Hann var í fyrra dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar sem fjórar ákærur voru teknar fyrir í einu. Landsréttur þyngdi þann dóm svo í 6 ár.

Lesa meira: Refsingin yfir stjörnunuddaranum Jóhannesi Tryggva þyngd

Jóhannes fór fram á að þinghald yrði lokað en brotaþoli í málinu barðist sjálf fyrir því að þinghald yrði opið. Landsréttur samþykkti að þinghald skyldi vera opið en afar sjaldgæft er að það sé opið í kynferðisbrotamálum.

Þar sem Jóhannes er í sóttkví gaf hann skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Við upphaf þinghalds sagðist hann ætla að nýta sér rétt sinn til að tjá sig ekki um sakargiftir umfram það sem fram kemur í skýrslu lögreglu um málið.

„Ég get sagt það með fullri vissu að ég kom ekki við brjóst eða kynfæri þessarar stúlku á óviðeigandi hátt,“ sagði hann fyrir dómi í dag.

„Kannastu við þetta?“

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, sækir málið en hún spurði Jóhannes fyrir dómi hvort hann kannaðist við orð sem hann lét falla í skýrslutöku hjá lögreglu. „Nei sko, þú veist, ég vinn við að … Ég hef farið inn í leggöng til að laga vandamál en ég fer bara ekki inn í leggöng til að vera fullnægður, sko,“ sagði Jóhannes í skýrslutökunni.

„Kannastu við þetta?“ spurði Dagmar eftir að hafa lesið upp úr skýrslunni. Jóhannes svaraði játandi, hann sagðist kannast við að hafa farið inn í leggöng kvenna sem leitað hafa til hans vegna ýmissa vandamála. Hann sagðist þó ekki hafa gert það í tilviki brotaþolans.

Sjá einnig: Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“