Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði í gæsluvarðhald til 4. febrúar. Maðurinn var í einangrun til 12. janúar en henni er nú lokið.
Maðurinn flokkast sem síbrotamaður en hann er sagður hafa keyrt á lögreglumann. Fjölmörg mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá lögreglu og er hann meðal annars sakaður um að hafa ráðist að stúlku og sparkað í höfuð hennar, framið húsbrot, vopnalagabrot og margvísleg önnur afbrot.
Er þetta allt tíundað rækilega í úrskurðunum sem lesa má hér.