fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Segja Gledis og Gabríelu hafa falið 4 kíló af spítti í svörtum Volkswagen – Lögregluhasar lýst í gögnum málsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 14:30

Amfetamínið fundu tollverðir í Þorlákshöfn. mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sakamál héraðssaksóknara gegn Gledis Fusha og Gabrielu Saliu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku, en þeim sambýlingum er gefið að sök að hafa staðið að smygli á um fjórum kílóum af amfetamíni af þó nokkuð miklum styrkleika í lok síðasta sumars.

Í ákærunni yfir Gledis og Gabrielu, sem DV hefur undir höndum, kemur fram að þau hafi þann 17. september sent af stað svartan VW Touran með flutningaskipinu Mistral sem siglir frá Danmörku til Þorlákshafnar. Tollgæslan er þá sögð hafa fundið efnin í bílnum við komuna til landsins og lögregla skipt þeim út fyrir gerviefni.

Ákærðu hafi þá sótt bifreiðina tveim dögum síðar, þann 22. september og ekið henni til síns heima í miðborg Reykjavíkur. „Ákærði Gledis settist í ökumannssæti bifreiðarinnar en ákærða Gabriela í framsæti bifreiðarinnar og ók ákærði Gledis bifreiðinni að heimili þeirra við Freyjugötu 45 í Reykjavík.

Degi síðar fór karlmaðurinn, Gledis, aftur í bifreiðina og sótti efnin sem lögreglan hafði sett í stað amfetamínsins. Var hann þá handtekinn skömmu síðar á heimili sínu.

Konan, Gabriela, var handtekinn á sama stað seinna þennan sama dag. Fundust jafnframt á heimilinu smáræði af kókaíni og kannabisefnum.

Við húsleit á öðrum ótilgreindum stað sem framkvæmd var sama dag og sambýlingarnir voru handteknir fundust jafnframt 271 grömm af kókaíni, neysluskammta af MDMA og 1.424 e-töflur, sem lögreglan haldlagði.

Sem fyrr sagði var málið þingfest í síðustu viku og er málið því til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðssaksóknari krefst þess að fólkið verði gert að sæta refsingu og greiðslu sakarkostnaðar. Þá krefst lögreglan að haldlagðir munir verði gerðir upptækir, en þar er um að ræða, auk áðurnefndra fíkniefna og VW Touran bifreiðar, sjö snjallsímar, 2 Apple snjallúr og erlendur gjaldeyrir að andvirði um 300 þúsund íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum