fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Jón Friðrik tekur við af Simma Vill – „Þetta eru krefjandi tímar“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 14:11

Jón Friðrik og Sigmar Vilhjálmsson - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Friðrik Þorgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf en fyrirtækið rekur samnefnda keðju ásamt veitingastaðnum Barion í Mosfellsbæ. Tekur hann við stöðunni af Sigmari Vilhjálmssyni, sem oftast er kallaður Simmi Vill.

Fyrir viku síðan var greint frá því að samstarf viðskiptafélaganna Sigmar Vilhjálmsson, og Óli Valur Steindórsson væri að líða undir lok, en þeir hafa rekið saman veitingastaðina Hlöllabáta, Barion Mosó, Barion Brugghús og Minigarðinn.

Lesa meira: Gefa samstarfið upp á Hlölla-bátinn

Jón Friðrik er uppalinn á Húsavík en hann hefur búið og starfað bæði á Akureyri og Reykjavík síðustu ár. Hann er  menntaður matreiðslumeistari og hefur undanfarin ár starfað sem stjórnandi í veitingaiðnaði. Jón Friðrik var veitingastjóri hjá Kea hótelum frá árinu 2013 til ársins 2020 eða þar til hann var ráðinn til Hlöllabáta, þar sem hann hefur síðustu mánuði gegnt starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs.

„Ég er mjög spenntur að taka við starfi framkvæmdastjóra hjá jafn öflugu fyrirtæki og samstæða Hlöllabáta er. Þetta eru krefjandi tímar og það hefur verið lærdómsríkt að standa í veitingarekstri. Það er mikill hugur og samstaða í hópnum og hefur starfsfólkið staðið sig gífurlega vel og ætlum við okkur að stefna áfram veginn og reyna að gera enn betur,“ segir Jón Friðrik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda