Nýlega fékk Matvælastofnun (MAST) tilkynningu um að fjöldi svartfugla hefði fundist dauður á Suðausturlandi. Fuglshræjum hefur undanfarið verið safnað til rannsóknar. Mikið er um fuglaflensusmit í Evrópu og er það ekki útilokað sem orsök í þessu tilviki, þó að ólíklegt sé.
„Þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið er ekki hægt að útiloka að skæðar fuglaflensuveirur séu til staðar í villtum íslenskum fuglum yfir veturinn,“ segir í tilkynningu MAST um þetta.
Í fyrri tilvikum fjöldadauða fugla hér á landi hefur hungur verið ástæðan samkvæmt niðurstöðum rannsókna.