Margur netverjinn gladdist í gær við endurkomu Gyðu Sólar, sköpunarverks Helgu Braga Jónsdóttur úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum sem sýndir voru á Stöð 2 í dentid.
Helga lék þar íþróttakonuna og bifvélavirkjann Gyðu Sól sem kallaði ekki allt ömmu sína. Gyða Sól hefur síðan lifað í minningunni hjá þjóðinni, þar til í gær.
Tilefnið: Veðurviðvörun í Noregi, hvorki meira né minna. Í veðurfréttum á RUV í gær var nefnilega sagt frá því að rauða viðvörunin Gyða væri nú í gildi í Noregi. Helga Bragdóttir birti símaupptöku af téðum veðurfréttatíma, og var niðurstaðan þessi:
Rauða veðurviðvörunin GYÐA 💪 pic.twitter.com/uPHtRVZmdw
— Helga Braga Jons (@HelgaJonsdott) January 11, 2022
Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 800 manns hafa þegar þetta er skrifað líkað við endurkomu Gyðu.
Ritstjórn DV tekur undir fögnuð netverja.