Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru vegna meints kynferðisbrots frá 5. desember 2009, eða fyrir rúmum 12 árum síðan. Ákæran er gefin út í lok nóvember í fyrra.
Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er karlmanni gefið að sök að hafa haft samræði önnur en kynferðismök við konu, með því að stinga fingrum sínum í leggöng konunnar. Er konan sögð ekki hafa getað spornað við verknaði mannsins sökum ölvunar og svefndrunga.
Konan krefst 2,5 milljóna í miskabætur. Þá krefst saksóknari að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til þess að greiða sakarkostnað sem málsins.
Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en þinghald í málinu er lokað eins og í allflestum kynferðisbrotamálum.