fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Meintur nauðgari í farbanni til 21. febrúar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 11:50

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ákærður er fyrir að hafa nauðgað konu snemma í haust hefur verið úrskurðaður í farbann til 21. febrúar. Hann kærði úrskurð héraðsdóms um þetta til Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms.

Maðurinn er sakaður um að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis á heimili sínu í Reykjavík þann 19. september. Er hann sagður hafa haft samræði við hana og sleikt kynfæri hennar þar sem hún lá illa áttuð í sófa á heimili hans og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum vegna ölvunar.

Ákæra var gefin út á hendur manninum af hálfu héraðssaksóknara þann 22. desember. Hann hefur áður verið settur tímabundið í farbann og ávallt kært úrskurðina sem hafa verið staðfestir. Samkvæmt úrskurðinum á hann að vera í farbanni til 21. febrúar en þó ekki lengur.

Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag.

Úrskurðinn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við