fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Erum að auka möguleika okkar á að verða raðglæpamenn segir Kári um nýja könnun ÍE

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 08:00

Kári Stefánsson Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur fljótlega nýja könnun þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu verður rannsökuð. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, verður þessi könnun sambærileg þeirri sem var gerð í apríl 2020 en hann telur að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að slembiúrtak fólks af höfuðborgarsvæðinu verði boðað í sýnatöku í Turninum í Kópavogi. Þar sem talið er að mjög margir hafi smitast af veirunni er talið að 500-1.000 manna úrtaka muni duga í könnunina en velgengni hennar stendur og fellur með vilja fólks til að mæta í sýnatöku.

Haft er eftir Kára að mótefnamælingin og greiningin taki skamman tíma. Síðan er hugmyndin að gera aðra svona skimun eftir einn mánuð og skima þá sama fólkið til að kanna hvort útbreiðsla veirunnar hafi breyst. „Spurningin sem við leitum svara við er hversu víða veiran hefur farið. Ef þú smitast og verður lítið lasinn eða ert einkennalaus þá er erfitt að finna þetta. Þegar við könnuðum þetta 2020 reyndust tvisvar sinnum fleiri hafa smitast en ætla mátti af PCR-prófum,“ er haft eftir Kára.

Hann sagði einnig að vegna fjölda bólusetninga og nýrra afbrigða veirunnar megi reikna með að enn stærri hundraðshluti en áður hafi smitast án þess að hafa hugmynd um það og sé einkennalaus. „Ég held að það skipti sköpum fyrir okkur að vita hvort það sé raunverulega miklu stærri hundraðshluti fólks sem hefur smitast af veirunni en talið er. Ef svo er fer maður að velta því fyrir sér hvort þær aðgerðir sem við erum með í gangi núna séu réttar. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta reynst mikilvægar fyrir sóttvarnayfirvöld,“ er einnig haft eftir honum.

Hann sagði einnig að könnunin sé sams konar og sú sem Persónuvernd hefði úrskurðað að hefði brotið í bága við lög. „Við hér í Vatnsmýrinni erum því að auka möguleika okkar á því að verða raðglæpamenn,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé