fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Bjartsýni á að hilli undir endalok faraldursins –  „Við erum farin að sjá einhvers konar smá ljósglætu við endann á þessum göngum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 10:00

Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af mikilli útbreiðslu omikron-afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Þetta kom fram í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar á Viljanum í gærkvöld, þar sem sem hann ræddi við Þórólf og Kára Stefánsson, forstjóra ÍE. Þórólfur sagði:

„Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þessu nýja afbrigði, þ.e.a.s. að við þurfum að sjá í raun og veru hver endaútkoman á þessu afbrigði og smitum er. Ég bendi á að núna erum við að hafa áhyggjur af smitum í kringum þúsund á meðan við vorum fyrir ári síðan að hafa áhyggjur af smitum í kringum tíu, tuttugu. Allt snýst þetta um útkomuna eða áhrifin hvað varðar alvarleg veikindi og fjölda sem þarf að leggjast inn á spítala.“

Þórólfur benti á að svona mikill smitfjöldi væri að valda miklu álagi á Landspítalann, tveir til sjö væru að leggjast inn á dag og: „Við erum komin með þrjú dauðsföll núna á síðustu dögum, eitt dauðsföll í dag og tvö um helgina. Þannig að það er að bætast í alvarleikann hjá spítalanum.“

Þórólfur kvartaði ekki undan samstarfinu við yfirvöld þrátt fyrir að ekki hafi verið fyllilega farið að ráðum hans í síðustu ákvörðunum, en upphafi skólaannar var ekki frestað þrátt fyrir ráðleggingar Þórólfs þar um og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti undanþágur til veitingastaða og viðburðahalds frá fjöldatakmörkunum rétt fyrir jól. Þórólfur sagði að ábyrgðin væri á endanum yfirvalda en hann kæmi með sínar tillögur. Við værum hins vegar að súpa seyðið núna af óróleika í kringum jól og áramót.

Kári Stefánsson sagði að við værum á tímamótum, meðal annars vegna þessa að við værum með afbrigði af veirunni sem smitar hraðar en veldur minni veikindum en fyrri afbrigði. Þjóðin væri orðin þreytt á þessu öllu saman og sú þreyta væri mótvindur fyrir Þórólf sem enn stæði í brúnni og væri að stýra okkur eftir bestu getu og hefði gert það mjög farsællega hingað til. Kári sagði að mjög óheppilegt hefði verið að fresta ekki opnun skóla, sem og veiting undanþága fyrir jól.

Bjartsýni á að þetta sé upphafið á endinum

 „Við erum farin að sjá einhvers konar smá ljósglætu við endann á þessum göngum,“ sagði Kári. Hann sagði jafnframt að bólusetningarnar skiptu öllu máli.

„Veiran mun halda áfram og hún mun ná í sína að lokum, það verður mjög erfitt að forðast það,“ sagði Þórólfur. Þess vegna skipti miklu máli að hafa náð að bólusetja eins marga og hægt er, sérstaklega með örvunarskammtinum, til að reyna að milda sjúkdóminn eins og hægt er. Bólusetning og smit ofan í hana skapaði gott ónæmi.

Þórólfur sagði að við værum stödd í síðasta fjórðungi leiksins. Björn Ingi las mikla bjartsýni út úr þeim orðum en Þórólfur benti á að leikur gæti verið framlengdur út í hið óendanlega og við gætum engu slegið föstu um það.

„Ef við náum að komast í gegnum þetta erfiða skeið næstu vikur, við erum búin ná þessum víðtæku bólusetningum og fáum síðan þetta omikron-afbrigði ofan í það og reynum að halda því í skefjum, að við fáum ekki holskeflu inn á spítalann, reynum að dempa það eins og við getum með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og hægt er, að þá held ég að við séum að ná þessu ónæmi sem við þráum að fá, gegn þessari veiru, sem mun þá hjálpa okkur í framhaldinu. Ég held við séum að horfa upp á síðustu vikurnar eða mánuðina í því. Ég hef trú á því að við náum þessu töluvert fyrir sumartímann. Svo verður bara að koma í ljós, er þetta ein tálsýnin enn? Kemur eitthvað nýtt upp á?“

Sjá nánar á Facebook-síðu Viljans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé