fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Núverandi sóttvarnatakmarkanir framlengdar um þrjár vikur – „Þetta er auðvitað álag ofan í álag“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 11:35

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag en þar var tekist á um áframhaldandi sóttvarnatakmarkanir en núverandi reglugerð rennur úr gildi á miðnætti annað kvöld.

Litlar líkur voru taldar á tilslökunum, frekar var möguleiki á að hert yrði á aðgerðum. Willum kom út af fundinum og lýsti því yfir að takmarkanir yrðu óbreyttar og framlengdar um þrjár vikur.

„Við ætlum að framlengja takmarkanir. Þær takmarkanir sem við höfum búið við núna, samfélagslegu takmarkanir, við framlengjum þær að tillögu sóttvarnalæknis um þrjár vikur,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum.

„Alveg óbreyttar. Svo kynntum við samhliða skólareglugerð sem hefur fæðst í samtali við skólamálaráðherra og skólasamfélagið sem rúmast innan þessa sömu takmarkana eins og kostur er. Þessar tvær reglugerðir, framlengingin og skólareglugerðin, taka gildi á morgun þegar hin rennur út.“

Þá vildi Willum ítreka að það séu mun „krítískir dagar framundan“.

„Við þurfum að vakta stöðuna og við ræddum það vel hér í ríkisstjórninni, og mikil samstaða um það, að við verðum að vera tilbúin til þess að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag. Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi en við þurfum svolítið að meta það með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga hvort að það þurfi að taka hér einhverjar breytingar á takmörkunum.“

Willum segir að einhugur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar með aðgerðirnar og að farið hafi verið eftir tillögum sóttvarnalæknis í einu og öllu.

„Smitum er samt að fjölga og innlögnum á spítölum líka, við erum ekki að fara niður,“ sagði blaðamaður fyrir utan Ráðherrabústaðinn og Willum brást við því. „Þessar takmarkanir hafa unnið þannig, eins og kemur fram hjá sóttvarnalækni, þá höfum við verið að hemja faraldurinn þannig hann hefur ekki verið í veldisvexti. Við erum að vonast til að með minni samgangi í þjóðfélaginu þá fari þetta að fara niður en við þurfum að vakta það daglega.“

Willum var þá spurður hvort það kæmi til greina að fara í eitthvað átak til að ná til þeirra einstaklinga sem eru óbólusettir. „Við erum auðvitað búin vel og erum með mjög góða bólusetningarstöðu og framundan er örvunarbólusetning fyrir mjög stóran hóp. Við höfum svolítið bara tekið stöðuna út frá því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“