fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Iðnaðarmannsdrama í Héraðsdómi – Stækkaði bílskúrinn og reisti garðskála en fékk ekki borgað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. janúar 2022 17:30

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónum var stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna þess að þau höfðu ekki borgað iðnaðarmanni fyrir umfangsmikla vinnu við heimili þeirra. Dómur féll í málinu í dag við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Stefnandi í málinu, sem var kunningi hjónanna, tók að sér að stækka bílskúrinn þeirra og reisa garðskála við húsið. Þá vann hann við klæðningar og einangrun í lofti sólstofu, sem og við veggklæðningar.

Reikningur fyrir þessa vinnu var gefinn út þann 1. nóvember árið 2020 og var hann upp á rúmlega 7,8 milljónir króna. Hjónin greiddu ekki reikninginn en þau töldu tímafjölda vera ofmetinn.

Fyrir rétti kröfðust þau sýknu en til vara að kröfur iðnaðarmannsins yrðu stórlækkaðar.

Dómkvaddur matsmaður, sem er byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari, lagði fram matsgerð fyrir dómnum um eðlilegan kostnað við þessa vinnu. Komst hann að þeirri niðurstöðu að hæfileg upphæð á reikningnum hefði verið 5.754.863 kr. en ekki þær tæplega 7,8 milljónir sem iðnaðarmaðurinn rukkaði.

Það var niðurstaða dómara við Héraðsdóm í dag að dæma hjónin til að greiða upphæð í samræmi við mat hins dómkvadda matsmanns. Voru þau því dæmd til að greiða iðnaðarmanninum 5.754.863 kr. og tæplega eina og hálfa milljón í málskostnað.

Dóminn mál lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis