fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Íbúi í Kópavoginum bundinn niður og hótað af mönnum sem réðust inn í íbúð hans

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. janúar 2022 18:31

Kópavogur. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn ruddust inn í íbúð í Kópavoginum í dag, réðust á húsráðanda íbúðarinnar, hótuðu honum og bundu hann niður. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu.

Eftir að mennirnir voru búnir að binda húsráðandann tóku þeir verðmæti af heimilinu, til dæmis greiðslukort og lyf. Mennirnir fóru í kjölfarið af vettvangi en hótuðu þó að þeir myndu koma aftur.

Maðurinn náði að losa sig og óskaði þá eftir lögreglu á vettvang.  „Mennirnir komu aftur áður en lögregla kom á vettvang og er þeir heyrðu að lögregla væri á leiðinni forðuðu þeir sér,“ segir lögreglan um málið en það er nú í rannsókn.

Í dagbókinni er einnig greint frá því að flugeldum hafi verið kastað inn um glugga á baðherbergi í Hafnarfirðinum. Skemmdirnar eru sem betur fer sagðar vera minniháttar.

Þá voru nokkrar bifreiðir stöðvaðar af lögreglunni. Einn ökumaður var stöðvaður vegna notkunar farsíma undir stýri, annar var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og einn var svo grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ökumaður er í þokkabót grunaður um að hafa verið að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt