fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Hætt að framleiða Teyg í kjölfar ásakana á hendur Arnari Grant – „Við kærum okkur ekkert um að halda því áfram“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. janúar 2022 15:57

Arnar Grant og Teygur. Myndir Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupfélag Skagfirðinga hefur hætt framleiðslu á jurtapróteindrykkjum Teyg og ætlar að taka hann strax úr sölu í kjölfar frásagnar af ofbeldi af hálfu Arnars Grant. Arnar þróaði drykkinn í samstarfi við KS og Ívar Guðmundsson. Stundin greinir frá þessu.

„Þetta verður bara tekið úr sölu með öllu. Það tekur nokkra daga, við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur, við erum búin að loka Facebook-síðunni og Instagram-síðunni fyrir þessa vöru og erum að kúpla okkur algjörlega út úr þessu,“ segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags KS.

Stundin greinir frá því að KS eigi vörumerkið en samstarf við Arnar og Ívar hafi falist í þróun og markaðssetningu.  „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús.

Hér má lesa frétt Stundarinnar í heild sinni.

Vítalía Lazareva greindi fyrst frá því á samfélagsmiðlinum Instagram í október að fjórir menn hefðu farið yfir mörk hennar í heitum potti í sumarbústaðarferð. Þar nafngreindi hún Arnar, sem var þáverandi ástmaður hennar, ásamt því að nafngreina Ara Edwald, Þórð Má Jóhannesson og Hreggvið Jónsson. Seinna sagði hún Loga Bergmann einnig hafa brotið á sér á hótelherbergi þar sem hún var með Arnari í golfferð.

Það var hins vegar ekki fyrr en eftir að Vítalía var í viðtali í þættinum Eigin Konur hjá Eddu Falak sem nöfnin rötuðu í fjölmiðla og hafa allir mennirnir síðan ýmist stigið til hliðar í sínum störfum eða verið reknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt