fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Bólusetningar 5-11 ára hefjast í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefjast bólusetningar barna 5-11 ára gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Fyrsti hópurinn mætir klukkan tólf og verður aldurshópum blandað saman til að koma í veg fyrir að börnin þekki hvert annað.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að börnin verði tekin þvert á allan aldur, ósk hafi verið sett fram um það til að koma í veg fyrir að þau þekki hvert annað. Þannig verði öll börn fædd í janúar tekin inn klukkan tólf, febrúarbörn klukkan hálf eitt og svo koll af kolli.

Húsinu verður skipt upp þannig að elstu börnin verða í salnum sem flestir þekkja og þar geta foreldrar eða forsjáraðilar setið með sínu barni. Í minni rýmum verði yngri börnin og börn sem eru viðkvæm bólusett.

Ragnheiður bendir forsjáraðilum á að tilkynna strax við skannana við innganginn ef barn er viðkvæmt og þá verði því beint í sérstakt úrræði þar sem það verður bólusett í ró og næði.

Laugardagurinn var nýttur til að undirbúa bólusetningarnar, stólum raðað og lítið svið sett upp þar sem leikarar frá Þjóðleikhúsinu munu kíkja við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt