fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ara Edwald sagt upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 04:44

Ari Edwald

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Auðhumlu hefur sagt Ara Edwald upp störfum en hann var framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings ehf. sem er dótturfélag Auðhumlu. Hefur uppsögnin tekið gildi. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórn Auðhumlu sendi bændum og öðrum félagsmönnum í Auðhumlu.

RÚV skýrir frá þessu. Fram kemur að í bréfinu sé vísað til umfjöllunar fjölmiðla um ásakanir á hendur Ara og þriggja annarra „um þátttöku í ósæmilegri kynferðislegri háttsemi gagnvart ungri konu í lok árs 2020.“

Í bréfinu kemur fram að stjórn Auðhumlu hafi borist ónákvæmar upplýsingar um málið í lok október á síðasta ári og það „strax tekið alvarlega vegna þess möguleika að upplýsingarnar væru réttar, og hefur stjórn félagsins fundað oft um málið, bæði með framkvæmdastjóra og án hans.“

Málið var síðan enn til meðferðar hjá stjórninni „í síðustu viku þegar vatnaskilin urðu.“

Þar vísar stjórnin væntanlega til viðtals Eddu Falak við Vitalíu Lazarevu, þolandans í málinu, og umfjöllun fjölmiðla í framhaldinu.

Í bréfi stjórnarinnar segir að ásakanirnar sem hafi komið fram á hendur Ara séu „með þeim hætti að stjórn taldi sér skylt, að vel athuguðu máli, að segja upp ráðningarsamningnum við hann […] með hliðsjón af hagsmunum félagsins, starfsfólks og viðskiptamönnum þess, og ekki síður meintum þolanda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 30 mínútum
Ara Edwald sagt upp

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður