Ragnar Freyr Ingvarsson, sem eitt sinn stýrðu Covid göngudeildinni á Landspítalanum og stundum kallaður Læknirinn í eldhúsinu, vakti athygli fyrr í dag með Facebook færslu þar sem hann spyr hvort ekki sé kominn tími á breyttar áherslur í Covid faraldrinum.
„Í upphafi skyldi endann skoða!“ segir Ragnar í upphafi sem vill skoða hvert við stefnum að endingu í Covid faraldrinum.
„Fátt hefur reynst erfiðara í þessum faraldri en einmitt það – en ég held að það sé óhætt að fullyrða að COVID-19 hefur breyst,“ segir læknirinn þá jafnframt.
Ragnar segir Omikron vægara afbrigði sem smitast „eins og engin sé morgundagurinn.“ „Fáir leggjast inn sem hlutfall af smituðum,“ bendir hann á og bætir við að fáir lendi jafnframt á gjörgæslu.
Hvernig skal áfram haldið spyr Ragnar enn fremur og heldur áfram:
Er vit í því að framkvæma öll þessi PCR próf? Á að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu?
Þau eru ekki ókeypis. Ætli kostnaðurinn sé ekki á bilinu 50-100 milljónir á dag.
Ragnar spyr þá hvort ekki sé meiri þörf fyrir þessa fjármuni inni á spítalanum
„Væri meiri vit að beina þessu fjármagni inn á spítalann – byggja hann upp til að takast á við þessi veikindi. Prófa bara þá sem eru í áhættuhópum? Vakta þá sem eru í áhættu sérstaklega?“
Færslu Ragnars Freys má sjá hér að neðan í heild sinni.