fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Fyrrum yfirmaður Covid göngudeildar spyr hvort kominn sé tími á nýja nálgun – „Er vit í því að framkvæma öll þessi PCR próf?“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 12:26

Ragnar Freyr Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson, sem eitt sinn stýrðu Covid göngudeildinni á Landspítalanum og stundum kallaður Læknirinn í eldhúsinu, vakti athygli fyrr í dag með Facebook færslu þar sem hann spyr hvort ekki sé kominn tími á breyttar áherslur í Covid faraldrinum.

„Í upphafi skyldi endann skoða!“ segir Ragnar í upphafi sem vill skoða hvert við stefnum að endingu í Covid faraldrinum.

„Fátt hefur reynst erfiðara í þessum faraldri en einmitt það – en ég held að það sé óhætt að fullyrða að COVID-19 hefur breyst,“ segir læknirinn þá jafnframt.

Ragnar segir Omikron vægara afbrigði sem smitast „eins og engin sé morgundagurinn.“ „Fáir leggjast inn sem hlutfall af smituðum,“ bendir hann á og bætir við að fáir lendi jafnframt á gjörgæslu.

Hvernig skal áfram haldið spyr Ragnar enn fremur og heldur áfram:

Er vit í því að framkvæma öll þessi PCR próf? Á að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu?

Þau eru ekki ókeypis. Ætli kostnaðurinn sé ekki á bilinu 50-100 milljónir á dag.

Ragnar spyr þá hvort ekki sé meiri þörf fyrir þessa fjármuni inni á spítalanum

„Væri meiri vit að beina þessu fjármagni inn á spítalann – byggja hann upp til að takast á við þessi veikindi. Prófa bara þá sem eru í áhættuhópum? Vakta þá sem eru í áhættu sérstaklega?“

„Þurfum við að endurhugsa nálgun okkar?“ spyr hann svo. „Horfa lengra fram á veginn?“

Færslu Ragnars Freys má sjá hér að neðan í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé