Bresk yfirvöld brugðust hratt við og lokuðu íslenskri svindlsíðu sem ætluð var til að safna upplýsingum um fólk. Fréttablaðið greinir frá þessu en svindlið var útfært með þeim hætti að fólk fékk smáskilaboð í farsíma sinn sem virtust vera frá NHS, breska heilbrigðiskerfinu. Í því kom fram að viðkomandi hefði verið útsettur fyrir Omíkron-smiti og því væri nauðsynlegt að bóka PCR-sýnatöku. Til þess var fólkinu vísað inn á heimasíðuna mypcr-test.com þar sem klára átti ferlið.
Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að lénið hafi verið stofnað á miðvikudag en nokkrum dögum síðar hafði síðan verið tekin niður.
Þá kremur fram að fyrirtækið sem hýsti síðuna, IceNetworks Ltd. hafi verið skráð til heimilis á Klapparstíg 7 en með félagskráningu í Mið-Ameríku ríkinu Belís. IceNetworks rekur vefhýsingar í gegnum síðu er kallast Orange Website en íslenski pókerspilarinn Aðalsteinn Pétur Karlsson, sem búsettur er í Taílandi, er einn lykilmanna á bak við fyrirtækið.
Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.