fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Undirsátar Borisar loka Covid-svindlsíðu sem tengist íslenskum pókerspilara

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld brugðust hratt við og lokuðu íslenskri svindlsíðu sem ætluð var til að safna upplýsingum um fólk. Fréttablaðið greinir frá þessu en svindlið var útfært með þeim hætti að fólk fékk smáskilaboð í farsíma sinn sem virtust vera frá NHS, breska heilbrigðiskerfinu. Í því kom fram að viðkomandi hefði verið útsettur fyrir Omíkron-smiti og því væri nauðsynlegt að bóka PCR-sýnatöku. Til þess var fólkinu vísað inn á heimasíðuna mypcr-test.com þar sem klára átti ferlið.

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að lénið hafi verið stofnað á miðvikudag en nokkrum dögum síðar hafði síðan verið tekin niður.

Sjá einnig: Íslenskur pókerspilari í Pandóruskjölunum tengdur við umdeilt fyrirtæki – „Af hverju að vera borga skatta á Íslandi þegar þú þarft þess ekki?“ 

Þá kremur fram að fyrirtækið sem hýsti síðuna, IceNetworks Ltd. hafi verið skráð til heimilis á Klapparstíg 7 en með félagskráningu í Mið-Ameríku ríkinu Belís. IceNetworks rekur vefhýsingar í gegnum síðu er kallast Orange Website en íslenski pókerspilarinn Aðalsteinn Pétur Karlsson, sem búsettur er í Taílandi, er einn lykilmanna á bak við fyrirtækið.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Holding skiptir um félag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur