1.044 reyndust smitaðir af Sars-Cov-2 veirunni í gær innanlands, en veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum.
Samtals eru nú 10.881 í einangrun og fjölgar þeim enn einn daginn í röð. 9.123 eru í sóttkví. Samtals eru þannig yfir 20 þúsund manns ýmist í einangrun eða sóttkví, og er það í fyrsta sinn sem fjöldinn fer yfir það mark síðan faraldurinn skall á í febrúar 2020.
37 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid, þar af eru átta á gjörgæslu og sex í öndunarvél. Sex af þeim átta eru óbólusettir.
44% þeirra sem greindust smitaðir voru í sóttkví þegar smitið greindist.